Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,28

Transskript af dómsbréfi. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Transskript af dómsbréfi.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Erlendur Þorvarðssson lögmann sunnan og austan á Íslandi, Þorleifur Pálsson tilskipaður af hægbornazta herra, herra Friðreks með guðs náð Danmarks, Noregs konungs, Eirekur Þorsteinsson, Hákon Björgólfsson, Þórhallur Einarsson, Hrafn Guðmundsson, Thómas Jonsson, Jón Eireksson, Runólfur Þorsteinsson, Björn Jónsson, Steingrímur Ísleifsson, Skúli Thómasson, Guðmundur Guðmundsson, Gísli Guðmundsson, Jón Ólafsson, Jón JÓnsson, Sigurður Oddsson, Narfi Sigurðsson,Pétur Loptsson, Daði Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Jón Gíslason, Pétur Arason …

Niðurlag

… og settu sín innsigli með vorum innsiglum fyrir þetta bréf skrifa í sama stað, degi síðar en fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 445, bl. 535-539. Reykjavík 1909-1913

Athugasemd

Dómur tuttugu og sex manna háður á Öxarárþingi eftir skipan Friðriks konungs af Danmörk og Noregi, um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og konu sinni Guðrúnu Björnsdóttur fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði, og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign heilagrar Skálholtskirkju (DI IX:535).

Frumritið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV,4. Þetta transskript er ekki alveg orðrétt eftir því.

Jón Þórðarson, Ólafur Magnússon, Jón Steinsson og Jón Illugason votta transskriptarbréfið.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (350 mm x 315 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 302 mm x 280 mm
  • Línufjöldi er 42.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi: „transkriptarbref vt af vaztfiardar dom“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað a Íslandi.

Ferill

Frumbréfið var gert á Öxárárþingi 1. júlí 1530 en transskriptið í Vatnsfirði 19. febrúar 1546.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 15. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,28
  • Efnisorð
  • Fornbréf
    Dómar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn