Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,15

Kvittunarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Kvittunarbréf.
Upphaf

Ek Jón prestur Eireksson prófastur og almennilegur dómari í millum Grindur í Steingrímsfirði og Hestfjarðar í Ísafirði …

Niðurlag

… þetta kvittunarbréf skrifað í Vatnsfirði in festo leonardj confessoris, anno domini þúsund fimmhundruð og fjórtán.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 401, bl. 521-522. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Jón prestur Eiríksson lýsir því að hann hafi leyst Þorbjörn bónda Jónsson af hórdómsbroti með Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, sett honum skriptir, og fullar fésektir upp borið kirkjunnar vegna, og kvittar þau bæði (DI VIII:521).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (75 mm x 225 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 55 mm x 190 mm
  • Línufjöldi er 9.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (370 mm x 290 mm x 20 mm).

Innsigli

Innsigli Jóns er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Vatnsfirði 6. nóvember 1514.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 10. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn