Skráningarfærsla handrits

AM 162 8vo

Snorra-Edda

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-55r)
Snorra-Edda
Höfundur

Snorri Sturluson

Titill í handriti

Hier Eptir koma ſkalld | ſkapar keningar og Rỏk til þeirra | Vt af Eddu og epterkỏmande | fräſỏgnum og kallaſt þeſse sij|dare partur Skallda

Athugasemd

Einungis Skáldskaparmál.

Fylgir Uppsala-Eddu að Háttatali, síðan er útdráttur úr þriðju málfræðiritgerðinni. Aftast í hdr. (bl. 54-55r) hefur fylgt útdráttur úr Bragaræðum, en er yfirstrikaður.

Bl. 55v autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 55 + i blöð ().
Umbrot

Griporð.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Skreytingar

Mynd af stafahring á bl. 35r.

Nótur

Nótur á bókfelli í eldra bandi (sjá myndir).

Band

Band frá mars 1978. Strigi á kili og hornum, strigaklæðning, saumað á móttök.

Eldra band var úr bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.

Fylgigögn

Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar

  • Seðill 1 (155 mm x 99 mm): Guðrún í Flatey Ögmundardóttir. Í Flatey 1704 í júní. Ég sendi yður hér með Skáldu, sem ég lofaði í fyrra, og hefi ég ei getað hana betri útvegað né fyllri. En Eddu fæ ég ei með öðru móti en þá er ég fékk yður í fyrra.
  • Seðill 2 (155 mm x 93 mm): Síðari partur Eddu. Frá Guðrúnu Ögmundardóttur í Flatey sendur á Alþingi 1704. Er samhljóða við síðari partinn af þeirri Eddu er ég fékk af Torfa Jónssyni 1703.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til um 1700 í  Katalog II , bls. 424.

Ferill

Árni Magnússon hefur fengið þennan seinni part Eddu sendan frá Guðrúnu Ögmundsdóttur í Flatey á Alþingi 1704. Árni segir hann samhljóða seinni parti þeirrar Eddu sem hann fékk frá Torfa Jónssyni 1703 (sjá seðil). Í bréfútdrætti frá Guðrúnu má sjá að hún hefur sent bestu "Skáldu" sem hún gat fundið. "Eddu" hafði hún sent árið áður.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 5. apríl 1988.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II bls. 424 (nr. 2372). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 6. mars 1890. ÞS skráði 23. apríl 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í mars 1978 (1977?). Eldra band fylgir ekki.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Myndir af efni úr eldra bandi í kassa ásamt fleiri myndum frá Kaupmannahöfn af bandi.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Snorra-Edda

Lýsigögn