Skráningarfærsla handrits

AM 103 8vo

Rímnabók

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-88r)
Nóa rímur
Athugasemd

Á bl. 74v er titillinn Noa þulur.

Ellefu rímur, með tveimur viðbótum.

Bl. 6-7, 19v, 88v-90 eru auð.

Efnisorð
2 (91r-136v)
Rímur af Bileam
Titill í handriti

Balaams Rijmur

Athugasemd

Sjö rímur.

Bl. 137-138 eru auð.

Efnisorð
3 (139r-253v)
Rímur af kóngabókunum
Titill í handriti

Rijmur vt af Konga Bokunum

Athugasemd

Vantar aftan af og innan úr.

Rímurnar eru 25 alls.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
253 blöð auk innfestra seðla 14bis, 101bis, 156bis, 163bis, 234bis ().
Umbrot

Ástand

  • Blöð vantar í handritið.
  • Neðri helmingur bl. 19 burtskorinn.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Nótur

Nótur á blaði úr latnesku helgisiðahandriti er notað var sem kápa utan um handritið.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 90v er nafn eiganda.

Band

Band trúlega frá c1960-1970.

Blað úr latnesku helgisiðahandriti með nótum var áður utan um handritið, fóðrað með hluta úr sendibréfi.

Fylgigögn

Fastur seðill (tvinn) (156 mm x 103 mm) með hendi Árna Magnússonar og skrifara hans: Þessi rímnabók heyrir til Sigurðar Sigurðssonar á Firði og á honum aftur að skilast. Er hönd síra Jóns Magnússonar í Laufási. Þessi gamla rímnabók heyrir mér, undirskrifaður til. [testor?] Firði 1707 dags. 17. september, Sigurður Sigurðsson.

Uppruni og ferill

Uppruni

Eiginhandarrit sr. Jóns Magnússonar í Laufási, skrifað um 1650 samkvæmt Katalog II , bls. 392, en Rímur af Bileam eru sagðar ortar 1657-1658 (bl. 136v).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið að láni hjá Sigurði Sigurðssyni í Firði 1707 (sjá seðil). Árið 1685 átti Sigurður Sigurðsson í Haga á Barðaströnd það (bl. 90v), en séra Jón Magnússon um 1650 (bl. 202v) og um 1657 (saurbl. aftast, hluti úr sendibréfi á dönsku, þar eru ennfremur fleiri eigendanöfn). Fleiri eigendanöfn koma fyrir á bl. 14bis.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 13. mars 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 392 (nr. 2307). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. janúar 1890. ÞS skráði 1. febrúar 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn á árunum 1960-1970.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Renegatíf filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keypt af Arne Mann Nielsen í janúar 1981. Askja 220.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn