Skráningarfærsla handrits

AM 724 4to

Rím Gísla prófasts Bjarnasonar ; Ísland, 1655-1672

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-92r)
Rím Gísla prófasts Bjarnasonar
Höfundur

Gísli Bjarnason prófastur

Titill í handriti

COMPUTUS MENS|ium et Dierum Anni Solaris | Solar ärſins Manada og | Daga Reikningur | Med Leidriettu Tungltale, Og | nockumm Nyumm Tunglztals Reglum | Og Rymtals Toblum, Med Einfỏlldum | hætte, Samantekinn og Skrifadur Af | G.B.S.P.

Athugasemd

Rímtal samið á íslensku með tilheyrandi útskýringum og viðbótum um stjörnumerkin, merkisdaga og veðurmerki.

Bl. 34r og 92v auð.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
92 blöð ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Nótur

Nótnaskrift á bókfelli í bandi.

Band

Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótnaskrift.

Fylgigögn

Fastur seðill (191 mm x 95 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þetta rímkver hefur átt síra Torfi Jónsson í Bæ. Mun vera úr fórum magister Brynjólfs. Ég fékk það (minnir mig) hjá Þuríði Sæmundsdóttur.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi sr. Jóns Erlendssonar í Villingaholti og tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 154, en samkvæmt bl. 36r var rímtalið samið árið 1655 og virku skriftartímabili sr. Jóns lauk 1672.

Ferill

Árni Magnússon fékk frá Þuríði Sæmundsdóttur (að hann minnir) en fyrri eigendur hafa verið sr. Torfi Jónsson í Bæ og Brynjólfur Sveinsson biskup (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. janúar 1979.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 153-154 (nr. 1822). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 3. október 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn