Skráningarfærsla handrits

AM 696 V 4to

Leiðarvísir að gylla og hreinsa gull og silfur o.fl. ; Ísland, 1400-1499

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-6v)
Leiðarvísir að gylla og hreinsa gull og silfur o.fl.
Athugasemd

Brot.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
6 blöð (107 mm x 90 mm). Bl. 6v er upprunalega autt og neðri helmingur bl. 5v og 6r er auður.
Tölusetning blaða

Blöðin eru ótölusett.

Kveraskipan

Stök blöð og eitt tvinn (bl. 2-3).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 78-80 mm x 68-75 mm.
  • Línufjöldi er 18.
  • Stafir eru víða dregnir út úr leturfleti.

Ástand

  • Gert hefur verið við gat á bl. 1 en það skerðir texta dálítið.
  • Blöð 2-4 eru mikið skemmd og 5v er mjög máð.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Skreytingar

Pennadregið flúr á bl. 1v og 6r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Pennakrot á bl. 6v.

Band

Band frá 1961 (225 mm x 178 mm x 5 mm). Límt og saumað á móttök í pappakápu með fínofnum líndúk á kili. Handritið liggur í pappaöskju ásamt öðrum AM 696 4to-handritum.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu allra brotanna í AM 696 4to.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 15. aldar (sbr. ONPRegistre , bls. 463, og Katalog II , bls. 111).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. desember 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og sett í sér kápu í Kaupmannahöfn 1961 og yfirfarið aftur þar árið 1991.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Lýsigögn
×

Lýsigögn