Skráningarfærsla handrits

AM 613 f 4to

Pontus rímur ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-48r)
Pontus rímur
Titill í handriti

Hier Epter Skrifaſt Rymur af | pontus sem pietur Eynarſson | hefur queded

Athugasemd

Ófullgerðar.

Sömu rímur og í AM 613 e 4to en merktar I-XVI.

Vantar aftan af síðustu rímunni.

Bl. 48v upprunalega autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Krans með fangamerki eða ártali ofan á (bl. 1, 3, 6, 8 ).
  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Skjaldarmerki með blómaskrauti ofan á (bl. 47, 48 ).
  • Vatnsmerki 3: Aðalmerki: Líkist skjaldarmerki með fangamarki MC fyrir neðan (bl. 41, 42 ).
Blaðfjöldi
48 blöð (192 mm x 155 mm).
Tölusetning blaða

Rektósíður blaðsíðumerktar 1-95 með svörtu bleki eða blýanti, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

6 kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32 (25+32, 26+31, 27+30, 28+29), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-40 (33, 34+39, 35+38, 36+37, 40), 2 stök blöð, 3 tvinn.
  • Kver VI: bl. 41-48 (41+48, 42+27, 43+46, 44+45), 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170 mm x 125 mm.
  • Línufjöldi er 23-26.
  • Griporð.
  • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti.

Ástand

  • Blöð eru óhrein og blettótt.
  • Bl. 40 er aðeins þynnra en önnur blöð.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Sama hönd og í AM 613 g 4to.

Skreytingar

Upphafsstafir blekdregnir skrautstafir, 1-3 línur.

Fyrirsagnir og fyrsta lína dregin stærri, jafnvel kansellískrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Ýmiss konar krot á bl. 48v.

Band

Band frá c1772-1780 (198 mm x 161 mm x 10 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír, með prentað mál á spjaldblöðum. Titill og safnmark (613.) skrifað framan á kápu með svörtu bleki. Síðar hefur f verið bætt við safnmarkið. Tveir límmiðar eru á kili.

Fylgigögn

Fastur seðill (67 mm x 137 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: Pontus Rimur 16. Petrs Einars sonar. fragment Kollantz Rimna. ur bok fra sira Þorkele Oddz syne i Gaulveriabæ.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog II, bls. 21. Það var upprunalega hluti af stærra handriti, ásamt AM 613 g 4to.

Ferill

Tekið úr bók frá sr. Þorkeli Oddssyni í Gaulverjabæ (sjá seðil) sem Árni Magnússon fékk lánaða.

Þorkell erfði handritið frá föður sínum Oddi Eyjólfssyni hinum eldra. Áður hafði það tilheyrt Einari Eyjólfssyni, og eftir lát hans komst handritið í hendur Odds sem giftist ekkju Einars. Oddur lánaði síðan handritið til ættingja síns, Páls Oddssonar. Hast 1960: 2, 151-152.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 28. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 6. september 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 21 (nr. 1576). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Rímur fyrir 1600
Höfundur: Grímur M. Helgason, Magnús Jónsson, Ólafur Halldórsson, Pétur Einarsson
Titill: Pontus rímur, Rit Rímnafélagsins
Umfang: 10
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Opuscula, Halldór Guðmundsson, norðlenzkur maður
Umfang: IV
Titill: , Harðar saga
Ritstjóri / Útgefandi: Hast, Sture
Umfang: 6
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Pontus rímur

Lýsigögn