Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 563 b 4to

Um Gissur Einarsson Skálholtsbiskup og íslenska presta við siðaskiptin ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r)
Um Gissur Einarsson Skálholtsbiskup og íslenska presta við siðaskiptin
Upphaf

… hann til prestskapar og giftist vestra …

Niðurlag

… var 7 eður 8 ár biskup. Barnlaus.

Athugasemd

Einungis niðurlag, á efri helmingi síðunnar.

Efnisorð
2 (1v-10v)
Eiríks saga rauða
Titill í handriti

Sagan af Eiríki rauða

Upphaf

Ólafur hét kóngur er kallaður var Ólafur hvíti …

Niðurlag

… móður Brands biskups hins fyrra. Og lýkur hér þessari sögu.

3 (10v-25(bis)r)
Vopnfirðinga saga
Titill í handriti

Þáttur af Brodd-Helga

Upphaf

Þar hefjum vér þennan þátt …

Niðurlag

… og Jóns prests Arnþórssonar.

Athugasemd

Niðurlag sögunnar hefur verið skrifað á innskotsblað 23r fyrir Árna Magnússon en það er upprunalegt á 25(bis)r (sjá ástand og viðbætur).

4 (25(bis)v-35r)
Þorsteins þáttur uxafóts
Titill í handriti

Sagan af Þorsteini uxafót

Upphaf

Þorkell hét maður og bjó í Krossavík …

Niðurlag

… og fellur á Orminum langa

Baktitill

og endar hér frá Þorsteini uxafót.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 36 + i blöð (212 mm x 165 mm), þ.m.t. blað merkt 25bis. Auð blöð: 18r, 23v-25v og 35v, einnig neðri helmingur 1r og 35r.
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti 1-35.
  • Eldri blaðsíðumerking 37-62 (bl. 1-13).

Kveraskipan
Fimm kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-20, 6 tvinn.
  • Kver III: bl. 21-25(bis), 3 tvinn.
  • Kver IV: bl. 26-31, 3 tvinn.
  • Kver V: bl. 32-35, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160-170 mm x 130-135 mm.
  • Línufjöldi er 25-36.
  • Griporð á bl. 1-33.
  • Lok sögu á bl. 25(bis)r enda í totu.

Ástand

  • Autt blað (bl. 25), sem var áður límt yfir bl. 25(bis)r, hefur nú verið losað frá. Það hefur verið fest við blað 22 og þannig búið til tvinn.
  • Leturflötur hefur víða dökknað.

Skrifarar og skrift
Þrjár hendur að mestu.

  • I. Bl. 1r-22v, 25(bis)r, 26r-28r með óþekktri hendi, fljótaskrift.

  • II. Bl. 25(bis)v-26r og 28r-33r með óþekktri hendi, fljótaskrift.

  • III. Bl. 33v-35r með óþekktri hendi, fljótaskrift.

Skreytingar

  • Ýmiss konar flúr og teikningar, einkum andlitsmyndir, í kringum griporð á spássíum (sjá einkum bl. 1v, 2r, 5r, 6r, 7r, 9r, 11r, 12v, 17r, 27r). Einnig teikningar af fólki í samtímabúningum (bl. 9v og 10r).

  • Pennaflúraðir og/eða laufskreyttir upphafsstafir í upphafi sagnanna þriggja (bl. 1v, 10v, 25v), sá mest skreytti, á bl. 25v, einnig með myndum (mannamyndum og andliti) og nær frá efri spássíu niður blaðið.

  • Fyrirsagnir eru lítillega flúraðar.

  • Bókahnútar á bl. 23r og 25r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

  • Band frá 1978 (220 mm x 193 mm x 16 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.
  • Eldra band fylgir. Það er pappaband frá 1772-1780 (spjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili).

Fylgigögn

  • Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar:
    • Fastur seðill (118 null x 88 null) fremst um samanburð við annað handrit (þesse Eireks saga er conererud vid Exemplar i 4to med hendi Sr Vigfuss Gudbrandzsonar.. Versóhlið er auð.
    • Fastur seðill (72 mm x 100 mm) fremst með athugasemd sem varðar eiganda og aðföng á rektóhlið ([yfirstrikad: eg feck] Sr Gdmundur skeytir ei um þessa bok aptur) en á versóhlið er brot úr ættartölu.
  • Tveir lausir seðlar frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar ( Katalog I 1889:716 ).

Ferill

Árni Magnússon hefur líklega fengið bókina að láni hjá séra Guðmundi nokkrum, e.t.v. Guðmundi Jónssyni presti á Helgafelli, og ekki þurft að skila henni aftur (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. nóvember 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 16. - 20. júlí 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 7. janúar 2004.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 10. október 1887 (sjá  Katalog I 1889:716-717 (nr. 1404). ).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978.

Bl. 25 og 25bis losuð í sundur af Birgitte Dall, 31. október 1977.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, teknar af Jóhönnu Ólafsdóttur í október 1996.

Notaskrá

Titill: , Austfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jakobsen, Jakob
Umfang: 29
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Syv sagablade (AM 162 C fol, bl. 1-7)
Umfang: s. 1-97
Titill: , Austfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn