Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 498 4to

Harðar saga ; Danmörk, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-51v)
Harðar saga
Titill í handriti

Saga af Hörð og hans fylgjurum þeim Hólmverjum

Upphaf

Á dögum Haralds hins hárfagra byggðist Ísland …

Niðurlag

… hafa jafnmargir í hefnd verið drepnir sem Hörð.

Baktitill

Lúkum vér svo sögu Hólmverja.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 54 + i blöð (212 mm x 163-165 mm). Blöð 52-54 eru auð.
Tölusetning blaða

Blöðin hafa verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki, 1-51. Öftustu blöðin eru ótölusett.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 155 mm x 125 mm.
  • Línufjöldi er 17.

Ástand
Blek hefur sums staðar smitast í gegn, sjá einkum blöð 46-51.
Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Torfasonar, fljótaskrift (sbr. AM 477 fol.).

Band

Band frá árunum 1880-1920 (215 mm x 170 mm x 13 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili.

Saurblöð tilheyra bandi.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr Jónsbókarhandriti frá því um 1600, en á því er brot úr hjúskapartilskipunum Friðriks II. (1587). Á bókfellinu eru eyður fyrir upphafsstafi.

Fylgigögn

Fastur seðill (191 mm x 159 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna á versóhlið. Rektóhlið er auð. Virðist hafa verið saurblað áður: Þesse saga er skrifud epter hende Sr jons Erlendzsonar i Villingahollte, ur bok i folio sem tilheyrer hans Hój Excellence

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn. Það er tímasett til um 1700 í  Katalog I , bls. 666.

Sagan er skrifuð eftir fólíóhandriti með hendi Jóns Erlendssonar í Villingaholti, þ.e. AM 160 fol. (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P5 2.-4. febrúar 2009 og síðar.
  • GI færði inn grunnupplýsingar 29. janúar 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. júní 1887(sjá Katalog I 1889:666 (nr. 1270) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Harðar saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Hast, Sture
Umfang: 6
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Harðar saga

Lýsigögn