Håndskrift detailjer
AM 483 4to
Vis billederSvarfdæla saga; Island, 1686-1687
Indhold
Svarfdæla saga
„Svarfdæla saga“
„Það er upphaf að þessi sögu …“
„… bróður Karls unga.“
„Nú lýkur hér Svarfdæla sögu með þvílíku efni.“
Fysisk Beskrivelse / Kodikologi
- Upprunaleg blaðsíðumerking 1-112.
Sjö kver.
- Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
- Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
- Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
- Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
- Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
- Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
- Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
- Með hendi Eyjólfs Björnssonar; kansellískrift.
- Einstaka spássíugrein með hendi Þormóðs Torfasonar (sbr. t.d. 1r og 18v-19r).
Band (200 mm x 162 mm x 16 mm) er frá 1700-1730. Spjöld og kjölur eru klædd bókfelli.
Seðill (128 mm x 114 mm) ritara Árna Magnússonar á fremsta saurblaði, færður úr AM 484 4to: „[með hendi Árna:] fra sal. Assessor Thormod Toruesens enke 1720. [með hendi skrifara:] Det synes rimeligt, at denne seddel feilagtre en sat her (ɔ:vede AM 484 4to) i stedet foran 483 4to E.J.“
Historie og herkomst
Handritið er skrifað á Íslandi og er afrit af AM 484 4to og tímasett til ca 1686-1687, en til loka 17. aldar í Katalog I, bls. 659.
Það var áður hluti af stærra handriti, nr. XIII 4to í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon tók það í sundur, en í því voru m.a. AM 483 4to, AM 587 b 4to, AM 554 f 4to, AM 555 i 4to, AM 359 a 4to og AM 1008 4to, ásamt ýmsu efni sem nú er glatað. Flest er þetta með hendi Eyjólfs Björnssonar og Ásgeirs Jónssonar (sbr. AM 435 b 4to).
Árni Magnússon fékk handritið frá ekkju Þormóðs Torfasonar árið 1720 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. apríl 1975.
[Additional]
VH skráði handritið 21. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, GI skráði 15. janúar 2002, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 14. júní 1887.Katalog I; bls. 659 (nr. 1255).
Bundið í Kaupmannahöfn á árunum 1700-1730.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Bibliografi
Forfatter | Titel | Redaktør | Omfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Einar G. Pétursson | Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða Samantektir um skilning á Eddu og Að fornu í Þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi : Þættir úr fræðasögu 17. aldar, | 1998; 46: p. 2 | |
Svarfdæla saga, Rit Handritastofnunar Íslands | ed. Jónas Kristjánsson | 1966; 2: p. lxxii, 92 p. | |
Þorgeir Sigurðsson | „Arinbjarnarkviða“, Gripla | 2014; 25: p. 129-141 |