Håndskrift detailjer
AM 445 c I 4to
Vis billederSögubók; Island, 1390-1425
Indhold
„… gægðist út úr fjósinu …“
„… [v]ið Gísla en hann kvað bæði … vildi eigi honum … nda hefir hann …“
Fysisk Beskrivelse / Kodikologi
- Síðari tíma blaðmerking með rauðu bleki, 1-5.
- Tvídálka
- Leturflötur er ca 210-215 mm x 195-200 mm (hvor dálkur er ca 85 -105).
Þar sem skorið hefur verið ofan og neðan af blöðum 2-5 er hér miðað við hæð leturflatar á blaði 1 (210 mm). Leturflötur blaðs 5 er 215 mm.
- Línufjöldi á blaði 1 er ca 45; á blöðum 2-5 standa eftir ca 44-45 línur.
- Á ytri spássíu sést að markað hefur verið fyrir línum með því að rista litla skurði í skinnið.
- Ein hönd að mestu, skrifari er óþekktur, textaskrift.
- Tvær línur á blaði 5vb eru líklega með hendi Þórðar Þórðarsonar prests á Norðurlandi (sbr. McKinnell 1970, The Reconstruction of Pseudo-Vatnshyrna Opuscula vol. IV p. 312).
- Einn upphafsstafur með „ófígúratífu“ skrauti er á blaði 2ra. Hann er á spássíu, stærri en stafir textans almennt, látlaus en með smápennaflúri.
- Athugasemd um efni með hendi Árna Magnússonar, er á neðri spássíu blaðs 1r: „Úr Víga-Glúms sögu“.
Blöð eru í glærum umslögum í pappakápu (286 mm x 267 mm x 3 mm).
Handritið liggur í öskju með AM 445b 4to og AM 445c II 4to.
- Seðill er festur á móttak.
- Einn fastur seðill (119 mm x 86 mm) sem tilheyrir blaði 5 er festur á móttak. Á hann er skrifað með hendi Árna Magnússonar frá um 1710:„Frá Magnúsi Jónssyni í Snóksdal 1704. Er úr Gísla sögu Súrssonar: „Frá Magnúsi Jónssyni í Snóksdal 1704. Er með Gísla sögu Súrssonar““ Neðar hefur Kålund skrifað safnmark handrits með rauðu bleki.
- Laus seðill með upplýsingum um forvörslu AM 445 b-c 4to fylgir með í öskju.
Historie og herkomst
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1390-1425 (sbr. ONPRegistre, bls 453), en til upphafs 15. aldar í Katalog I, bls. 642. Hugsanlega er það hluti af sama handriti ogAM 445 b 4to og AM 564 a 4to, Pseudo-Vatnshyrnu (sbr. McKinnell 1970, The Reconstruction of Pseudo-Vatnshyrna Opuscula vol. IV p. 304-338).
Árni Magnússon fékk handritið frá Magnúsi Jónssyni í Snóksdal 1704 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. janúar 1976.
[Additional]
VH skráði handritið 28. maí 2009; lagfærði í nóvember 2010. DKÞ skráði 19. ágúst 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 18.05 1887.Katalog I>, bls. 642 (nr. 1216).
Viðgert af Birgitte Dall í maí 1959.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, gerðar af Arne Mann Nielsen 1992.