Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 420 b 4to

Lögmannsannáll ; Ísland, 1362-1390

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-11v)
Lögmannsannáll
Athugasemd

Það vantar aftan af handritinu og einnig vantar af blaði 1.

Annállinn nær yfir árin 293-1392 en hefur að mati Kålunds upprunalega verið lengri. Blaðstubburinn (blað 1) hefst á árinu 102 og endar við árið 247.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 11 + i blöð (320 null x 254 null), þar með talið blað merkt 1bis. Blað 1 er blaðstubbur.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking 1, 1bis -10.

Kveraskipan

Blöð eru saumuð á móttök í kverum eða stök; tvö kver, þrjú stök blöð:

  • Kver I: blöð 1, 1bis-4, 2 tvinn + 1 stakt blað.
  • Blað 5: 1 stakt blað.
  • Kver II: blöð 6-8, 1 tvinn + 1 stakt blað.
  • Blað 9: 1 stakt blað.
  • Blað 10: 1 stakt blað.

Umbrot

  • Tvídálka.
  • Leturflötur blaðs er ca 280-290 null x 205-220 null (hvor dálkur ca 90-120).
  • Línufjöldi á fullskrifuðum blöðum er á bilinu ca 44-56.
  • Á blöðum 1-4 er stafapar fyrir framan hverja línu í dálki. Þessi stafapör eru hluti af táknum rímfræðinnar þar sem árin eru merkt á sérstakan hátt eftir því á hvaða vikudegi þau hefjast.
  • Víða eru óútfylltar eyður sem skrásetjari skilur hugsanlega eftir fyrir óskráða atburði, sbr. t.d. á blaði 1bisr-v.

Ástand

Skinnið í handritinu er fremur illa farið. Blettir, göt og sprungur einkenna flest blöðin:

  • Af blaði 1 er einungis varðveittur strimill af efri hluta þess næst kili.
  • Blað 1bis er illa farið við ytri spássíu.
  • Göt eru hér og þar, t.d. á blöðum 1bis, 5-6 og 10.
  • Á blaði 6 er viðgert gat við efri kantinn og skerðir það texta.
  • Myglublettir eru á flestum blöðum (sjá t.d. blöð 4r-5v).
  • Stór dökkur blettur sem nær yfir hluta af innri dálki að kili, smitast í gegnum allt handritið; hann er greinilegastur í handritinu miðju (sjá t.d. blöð 5v-6r). Fleiri slíkir smitblettir eru til staðar; annar minni er t.d. fyrir miðju við ytri jaðar blaða.

Skrifarar og skrift

  • Blað 10 er með annarri hendi; árléttiskrift.

Skreytingar

  • Fyrirsagnir eða efni sem ætlað er að draga fram skil í textanum er með textaskrift og stærra letri en meginefnið. Það á einnig við um stafapörin (sjá umbrot).

Band

Band (340 null x 285 null x 22 null) er frá mars 1973.

 Spjöld eru klædd fínofnum striga, leður er á hornum og kili. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Fylgigögn

  • Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og að mestu með hendi séra Einars Hafliðasonar á Breiðabólstað í Vesturhópi (blöð 1r-9v (sjá um hendur hér fyrr)), og er uppskrift hans tímasett til ca 1362-1380, en blað 10r-10v til ca 1380-1390 (sjá  ONPRegistre , bls. 453). Í  Katalog I , bls. 625, er handritið tímasett til síðari hluta 14. aldar.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Jóni Vídalín biskupi, en þá hafði það lengi legið í Skálholti og eigendasaga þess óviss (sbr. athugasemd í AM 435 a 4to). Um annálana í AM 420 a-c segir Árni Magnússon í AM 435 a 4to: Þessi 3. annála volumina, eða fragmenta, láu í Skálholti eftir mag. Þórð og höfðu þar legið um hans tíð. Er óvíst hvert þau hafa verið kirkjunnar eign, eða óvart eftir orðið af bókum mag. Brynjólfs, í eigu Skálholts registri standa þau. Ég fékk þau af mag. Jóni Vídalín. Sjá einnig athugasemdir á seðlum í AM 428 4to. Sömuleiðis á seðlum í AM 427 a 4to.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. apríl 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 27. maí 2009; lagfærði í nóvember 2010  GI skráði 23. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. apríl 1886 í Katalog I , bls. 625-626 (nr. 1186).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1973. Eldra band fylgdi ekki.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 7. júlí 1972.

Notaskrá

Höfundur: Eiríkur Þormóðsson
Titill: Misskilið orð í AM 420 b 4to, Steffánsfærsla fengin Stefáni Karlssyni fimmtugum
Umfang: s. 16-18
Höfundur: Eiríkur Þormóðsson, Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Oddaannálar og Oddverjaannáll,
Umfang: 59
Höfundur: Storm, Gustav
Titill: Islandske annaler indtil 1578
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Oresnik, Janes
Titill: An Old Icelandic dialect feature: iæ for æ, Gripla
Umfang: 5
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Titill: , Jóns saga Hólabyskups ens helga
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Sagas of Icelandic bishops. Fragments of eight manuscripts, Introduction
Umfang: s. 9-61
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Bókagerð Ara lögmanns Jónssonar, Gripla
Umfang: 19
Höfundur: Sverrir Jakobsson
Titill: Ísland til leigu : átök og andstæður 1350-1375, Saga
Umfang: 52:1
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Gripla, Þýskan í Grænlendinga sögu (Samtíningur)
Umfang: 8
Lýsigögn
×

Lýsigögn