Skráningarfærsla handrits

AM 275 4to

Máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar ; Ísland, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-115v)
Máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar
Athugasemd

Hér vantar frásögnina um hálfkirkjur sem er við lok AM 274 4to.

Handritinu lýkur á að afrituð er eftirfarandi staðfesting úr einu af elstu afritum máldagabókarinnar, en þar segjast skólameistari og kirkjuprestur á Hólum hafa árið 1645 að ósk Þorláks Skúlasonar biskups: med kostgiæfne ſamanleſid þeſſa Mäldaga Bök Kirknanna i Hola Stifte vid ſiälfa Kälfſkins Skrædu Bokena Hvor ed liggur ä Biskups ſtolnum.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
115 blöð ().
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking frá 1-229, en talan 65 tvítekin.

Umbrot

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á saurbl. skrifar Árni Magnússon: Skrifað eftir bók í stóru 4to sem liggur á Bessastöðum.

Band

Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr íslensku handriti frá 16. öld með lúterskri kirkjutilskipun.  

Fylgigögn

á fremra saurblaði stendur með hendi Árna Magnússonar: skrifad epter bok i storu 4to sem liggur ä Bessastódum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til upphafs 18. aldar í  Katalog I , bls. 527.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 5. október 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 527-528 (nr. 1006). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 24. október 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn