Skráningarfærsla handrits

AM 252 4to

Máldagabók Helgafellsklausturs ; Ísland, 1650-1690

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-36v)
Máldagar
Titill í handriti

Nokkrar máldagakópíur, samanskrifaðar eftir máldagabók Helgafellsklausturs, um ítök nokkra jarða sem liggja í Arnarstapaumboði á Snefellsnes

Athugasemd

Á bl. 37r skrifar Ögmundur Sigurðsson nafn bróður síns, Skapta Sigurðssonar, og dánarár, sem er 1687. Síðar hefur e-r skráð nafn Ögmundar og dánarár hans, sem er 1690.

Bl. 37v er autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
iii + 37 blöð ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á fremra saurbl. 1r er athugasemd um feril.

Band

Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti.

Fylgigögn

Fastur seðill (207 mm x 160 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þessa bók á ég undirskrifaður. Reykhólum d. 5. júní Gísli Jónsson.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til c1650-1690, en til 17. aldar í  Katalog I , bls. 516.

Gísli Jónsson í Mávahlíð hélt að Guðmundur á Fróðá hefði skrifað handritið, en Árni Magnússon taldi það með hendi Jóns Steindórssonar á Knerri.

Ferill

Gísli Jónsson átti handritið 5. júní 1702, þá búsettur á Reykhólum . Svo virðist sem hann hafi fengið það frá ekkju Andréss Andréssonar. Árni Magnússon fékk það síðan frá Gísla Jónssyni, sem þá var búsettur í Mávahlíð (sjá saurbl. og seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 28. september 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 516-517 (nr. 983). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 1. október 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Sveinbjörn Rafnsson
Titill: Saga, Skjalabók Helgafellsklausturs = Registrum Helgafellense
Umfang: 17
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Máldagar

Lýsigögn