Skráningarfærsla handrits

AM 216 c IV 4to

Um eyðijarðir Reynistaðarklausturs í Víðidal ; Ísland, 1685-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Um eyðijarðir Reynistaðarklausturs í Víðidal
Höfundur

Björn Jónsson á Skarðsá

Upphaf

Guds näd verde med øllumm gödumm mnnum

Niðurlag

13 octobris 1654 Biörn Jonsson

Athugasemd

Afrit af sendibréfi frá Birni á Skarðsá, en bréfið er dagsett 13. október 1654.

Björn fjallar hér m.a. um Gissur jarl og um tíundir af Skarðsá.

Aftan við er viðauki (e.t.v. einhvers eftirritara) um klausturhaldara Reynistaðarklausturs frá 1553-1677.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
2 blöð í fólíó (326 mm x 206 mm og 328 mm x 209 mm).
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðsíðumerking: 69-72 (blaðsíða 70 ómerkt) - blaðsíðumerkt í samhengi við AM 216 c I-III 4to.
  • Síðari tíma blaðmerking með fjólubláum lit: 21-22 - blaðmerkt í samhengi við AM 216 c I-III 4to.

Kveraskipan

Tvinn (2 blöð).

Umbrot

  • Leturflötur er 300-315 mm x 192-193 mm.
  • Línufjöldi er 42-46.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Viðbót á spássíu með hendi skrifara: 2r og 2v.

Band

Band frá september 1970 (340 mm x 228 mm x 1.5 mm). Pappamappa með línkili. Límt á móttak.

Uppruni og ferill

Uppruni

Kålund tímasetur handritið til loka 17. aldar ( Katalog (I) 1889:485 ).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í september 1970.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 9. apríl 1973.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Brot úr fornum annál, Gripla
Umfang: 10
Höfundur: Gísli Baldur Róbertsson
Titill: Gripla, Höfuðdrættir úr brotakenndri ævi Guðmundar Andréssonar
Umfang: 19
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn