Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 410 fol.

Sendibréf ; Ísland, 1700-1750

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína; danska

Innihald

Athugasemd

Meira en helmingur bréfanna er til séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði frá íslenskum embættismönnum, þ.á m. biskupum; fremst eru tvö bréf frá Gram prófessor (um lát Árna Magnússonar). Einnig bréf frá Jóni Ólafssyni úr Grunnavík, bréf til og frá ýmsum íslenskum embættismönnum, einkum á Norðvesturlandi, sem og nokkur kansellíbréf og stjórnsýslulegar tilskipanir. Safnið má líklega rekja til Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Meðal nafna bréfritara koma fyrir Árni Magnússon, Jón Þorkelsson, Magnús Gíslason, Jón Árnason, Páll Björnsson, Björn Einarsson, Jón Vídalín, Oddur Sigurðsson, Steinn Jónsson, Brynjólfur Þórðarson Thorlacius, Jón Halldórsson, Ólafur Gíslason, P. Beyer, O. Sivertsen, Fuhrmann, Lafrentz, Drese(?), Gísli Magnússon, Benedikt Thorsteinsson, Þorlákur Björnsson, Páll Vídalín, Þórður Guðmundsson, Gísli Jónsson, Jonas Enarius, Oddur Jónsson, Jón Sigurðsson, Jón Paulsson, Ólafur Árnason, G. Sigurðsson, Sig. Jónsson, Þorleifur Þorláksson (Thorlefus Thorlaci).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír (Vatnsmerki greinilegt á bl. 27).
Blaðfjöldi
i + 190 + i blöð, þar með talin bl. 18bis, 115bis, 118bis1 og 118bis2 auk innskotsblaðs fremst (315-330 mm x 205-210 mm, en mörg blaðanna eru minni). Auð blöð: 20r og 22v að mestu, 26r, 27r, 32r, 34r, 70v, 85r, 97v, 128r, 158v, 174v.
Tölusetning blaða

Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti fyrir miðju á neðri spássíu, 1-185.

Kveraskipan

Flest bréfin eru annaðhvort á tvíblöðungum eða stökum blöðum.

Ástand

  • Mörg blaðanna eru trosnuð á jöðrum og hefur texti sums staðar skerst vegna þess (sjá einkum bl. 5, 13, 14, 15, 17r, 21r, 45r, 181-185).
  • Bl. 130 og 183 eru mjög blettótt (vatns- eða rakaskemmdir) og texti skertur.
  • Bl. 173 er talsvert skemmt, bleksmitun, blettir og stór biti úr neðra horni yst hefur rifnað af eða trosnað. Gert hefur verið við blaðið með handgerðum pappír en texti er talsvert skertur.
  • Af bl. 180 er aðeins efri hluti varðveittur en gert hefur verið við blaðið með handgerðum pappír. Einnig hefur verið gert við bl. 25, 26 og 74 á svipaðan hátt.
  • Gert hefur verið við göt sem mynduðust þegar innsigli var rifið frá á bl. 51r og 88r.
  • Skorið hefur verið niður eftir ytri spássíu víða og gengið ansi nærri texta sums staðar.
  • Talsverð bleksmitun á bl. 169.

Skrifarar og skrift

Með ýmsum höndum, flest bréfin eru með fljótaskrift en aðrar skriftartegundir koma einnig fyrir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á innskotsblaði fremst er skrá yfir bréfritara með dagsetningum og blaðnúmerum, ef til vill með hendi Kålunds.

Band

Band frá nóvember 1975 (343 mm x 235 mm x 55 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum, saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Innsigli

Leifar af rauðu innsigli á bl. 16v, 20v, 25v, 26v, 27v, 32v, 34v, 36v, 38v, 39v, 40v, 42v, 44v, 48v, 49v, 54v, 55v, 61v, 62v, 65v, 69v, 72v, 80v, 84r, 85v, 87v, 102v, 110v, 125v, 126v, 129r, 136v, 138v, 141v, 146v, 148v, 153v, 154v, 156v, 159v, 161v, 164v, 171v, 175v, 178v, 183v. Einnig á ómerktum blaðstubb sem er á milli bl. 7 og 8

Leifar af svörtu innsigli á bl. 100v, 145v, 151v, 166v.

Merki um innsigli sem dottið hafa af eru víðar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Meirihluti bréfanna var skrifaður á Íslandi en mörg einnig í Danmörku. Þau eru tímasett til ca 1700-1750 í Katalog I , bls. 310.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1975. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sendibréf

Lýsigögn