Skráningarfærsla handrits

AM 181 m fol.

Ála flekks saga ; Ísland, 1675-1700

Innihald

1 (1r-4v)
Ála flekks saga
Titill í handriti

Sagann af Alafleck

Efnisorð
2 (5r)
Bandamanna saga
Athugasemd

Einungis niðurlag, strikað yfir.

3 (5r-11v)
Sálus saga og Nikanórs
Titill í handriti

Her Biriar Sógu af Saulus | og Nikanor

Efnisorð
4 (12r-19v)
Þjalar-Jóns saga
Titill í handriti

Hie Biiast Sagann af Þialar Jöne

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Hjörtur á fótstalli með bókstöfum GE? og blómum // Ekkert mótmerki ( 3 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki ( 5-6 , 13-14 , 17-19 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Skjaldarmerki í tvöföldum kringlóttum ramma með ljóni. Fyrir innan er Charlotte Amalie ásamt kórónu ( 8 , 12? ) // Mótmerki: Fangamark ID ( 7 , 9 , 11 ).

Blaðfjöldi
19 blöð (282 mm x 185 mm).
Kveraskipan

5 kver:

  • I: spjaldblað - fremra saurblað (eitt tvinn)
  • II: bl. 1-6 (3 tvinn: 1+6, 2+5, 3+4)
  • III: bl. 7-12 (3 tvinn: 7+12, 8+11, 9+10)
  • IV: bl. 13-19 (3 tvinn + eitt blað: 13, 14+19, 15+18, 16+17)
  • V: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Skreytingar

Stórir upphafsstafir með miklu pennadregnu skrauti.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 1r-4v innskotsblöð.
  • Athugasemd um eiganda á bl. 19v.

Band

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað, að mati Jóns Sigurðssonar, af Þórði Þórðarsyni (þeim er síðar varð prestur á Helgafelli) á yngri árum (sbr. JS 409 4to). Tímasett til loka 17. aldar í Katalog I , bls. 154. Var áður hluti af stærri bók (Add. 4 fol.). Rannsóknir á vatnsmerkjum benda þó til þess að handritið hafi verið framleitt á árunum 1694-1710 (sjá Hufnagel, „Die Papiermühlen und Wasserzeichen der Königin“)

.
Ferill

Á bl. 19v er uppáskrift þess að Hálfdan Einarsson, rektor Hólaskóla, hafi verið eigandi handritsins (rangt að mati Kålund, Katalog I , bls. 154).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. september 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 154 (nr. 282). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. janúar 1886. DKÞ skráði 11. apríl 2001. ÞÓS skráði 29. júní 2020. EM skráði kveraskipan 20. júní 2023.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn