Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 165 k fol.

Þórðar saga hreðu, tímatal í Grettis sögu og lausavísur um fornsagnakappa. ; Ísland, 1635-1646

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r)
Tímatal Grettis sögu
Athugasemd

Einungis niðurlag.

2 (1v)
Vísa um Miðfjarðar-Skeggja
Titill í handriti

Vísa Björns Jónssonar um Miðfjarðar-Skeggja

Upphaf

Skeggi sköfung höggur …

Efnisorð
3 (1v)
Vísa um Þórð hreðu
Titill í handriti

Vísa Þórðar M.S. um Þórð hreðu

Upphaf

Furðu margir forðum …

Efnisorð
4 (1v-17v)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Sagan af Þórði hreðu

Upphaf

Þórður hét maður son Hörða-Kára …

Niðurlag

… Þórður hreða varð sóttdauður

Baktitill

höfum vér með sannleik ekki heyrt fleira af honum sagt, og lyktum vér svo þessa hans sögu.

5 (17v)
Vísa um Finnboga ramma
Titill í handriti

Vísa Þórðar af Finnboga ramma.

Upphaf

Fimur var Finnbogi rammi …

Athugasemd

Krassað er yfir vísuna sem er 8 vísuorð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki skipt niður í 5 hluta með ýmsum dýramyndum // Ekkert mótmerki ( 6-8 , 12 , 17 ).

Blaðfjöldi
i + 17 + i blöð (294 mm x 184 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með bleki, 1-17.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-11, stakt blað og 3 tvinn.
  • Kver III: bl. 12-15, 2 tvinn.
  • Kver IV: bl. 16-17, 1 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 245-250 mm x 140-145 mm.
  • Línufjöldi er ca 45-48.
  • Bendistafir (v) á spássíum til að merkja vísur í texta.
  • Sagan endar í totu á bl. 17v.

Ástand

  • Krassað er yfir allan texta á bl. 1r.
  • Krassað er yfir vísu neðst á bl. 17v.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Gissurarsonar, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar víða með hendi skrifara.

Band

Band frá maí 1975 (304 mm x 213 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi. Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi.

Gamalt pappaband úr handgerðum pappír frá 1772-1780 fylgir. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (72 mm x 168 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: Þórðar hreðu saga með hendi Jóns Gissurssonar. Úr bók (eldri en 1646) er ég fékk af séra Högna Ámundasyni.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá séra Högna Ámundasyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. janúar 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn af Birgitte Dall í maí 1975.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Það band fylgir í öskju.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: The manuscripts of Hrólfs saga kraka,
Umfang: XXIV
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn