Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 164 a fol.

Víga-Glúms saga ; Ísland, 1635-1645

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-29v )
Víga-Glúms saga
Titill í handriti

Hér byrjast Glúms saga

Upphaf

Helgi hét maður og var kallaður Helgi hinn magri …

Niðurlag

… allra vígra manna á hans dögum hér á landi og lýkur þar sögu Glúms Eyjólfssonar.

Athugasemd

Blöð 1r-1bisv eru innskotsblöð.

Blað 1v er autt.

Á blaði 29v er upphaf annarrar sögu sem krassað hefur verið yfir.

1.1 (1bisr-1bisv )
Víga-Glúms saga
Titill í handriti

Upphaf Víga-Glúms sögu in chartâ Gũldenlewii

Upphaf

Helgi hét maður og var kallaður Helgi hinn magri …

Niðurlag

… og aldraður mjög er saga þessi gjörðist …

Athugasemd

Þetta upphaf Víga-Glúms sögu er skrifað á oktavoblað (innskotsblað 1 bisr) eftir chartâ Gũldenlewii. Það er heldur lengra en uppskriftin á upphafi sögunnar á blaði 1r. Oktavoblaðið er með hendi Árna Magnússonar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: Skjaldarmerki í skreyttum kringlóttum ramma. Fyrir innan er tré með þremur akörnum, fangamark P og kóróna efst (IS5000-02-0164a_3r), bl. 3810121416182022?23?242628. Stærð: 89 x 56 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 54 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1626 til 1646.

Blaðfjöldi
29 blöð (296 mm x 190 mm). Efri hluti blaðs 1r er auður; blað 1v er autt.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerking með svörtu bleki (hægra horn efst) á blöðum 1, 2 , 5, 10, 15, 20, 25, 29.
  • Blaðmerking með rauðum lit (ýmist fyrir miðju, í hægra eða vinstra horni) 1-29.

Kveraskipan

6 kver.

  • I: spjaldblað - viðbót 1 (tvö blöð)
  • II: viðbót 2 - bl. 5 (eitt tvinn og fimm stök blöð: viðbót 2, viðbót 3, 1+2, 3, 4, 5)
  • III: bl. 6-13 (4 tvinn: 6+13, 7+12, 8+11, 9+10)
  • IV: bl. 14-21 (4 tvinn: 14+21, 15+20, 16+19, 17+18)
  • V: bl. 22-28 (eitt blað + 3 tvinn: 22, 23+28, 24+27, 25+26)
  • VI: spjaldblað (eitt blað)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 233 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er ca 38-40.
  • Sagan endar í totu.

Ástand

  • Krotað er yfir upphaf sögu á blaði 29v.
  • Yfirstrikanir og leiðréttingar víða; leiðréttingar og / eða lesbrigði færð á spássíu eða á milli lína.

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Pappaband (301 mm x 196 mm x 8 mm) er frá 1772-1780.

  • Safnmark og titill er skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili .

Fylgigögn

  • Fastur seðill (141 mm x 180 mm) með hendi Árna Magnússonar: Víga Glúms saga úr bók (eldri en 1646) er ég fékk af séra Högna Ámundasyni. Er með hendi Jóns Gissurssonar, en variæ lectiones eru eftir hendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti í bók sem hans hój Excellence Güldenlewe á in folio.

.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til fyrri hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 132. Það var upprunalega hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 11 fol., AM 151 fol., AM 165 a fol., AM 165 b fol., AM 165 c fol., AM 165 d fol., AM 165 e fol., AM 165 g fol., AM 165 h fol., AM 165 i fol., AM 165 k fol., AM 165 l fol., AM 165 m fol., AM 202 a fol., AM 202 g fol. og AM 202 i fol.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá sr. Högna Ásmundarsyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

EM uppfærði vatnsmerkin 29. maí 2023 og kveraskipan 5. júní 2023. ÞÓS skráði 24. júní 2020. VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 7. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010,

DKÞ grunnskráði 30. október 2001,

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. desember 1885 í Katalog I bls. 132 (nr. 222).

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: The manuscripts of Hrólfs saga kraka,
Umfang: XXIV
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn