Håndskrift detailjer
AM 162 A þeta fol.
Vis billederEgils saga Skallagrímssonar; Island, 1240-1260
Indhold
Egils saga Skallagrímssonar
Þrjú brot.
Fysisk Beskrivelse / Kodikologi
Blöðin eru blaðmerkt síðar með bleki, 1-4.
Stök blöð.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 192-195 mm x 95-100 mm.
- Línufjöldi er 40.
- Gatað hefur verið fyrir línum.
- Á ytri spássíu 3v hefur Árni Magnússon skrifað (líklega 1704): „Frá Pétri Markússyni 1704“.
- Hvert blað hefur nýlega verið merkt á neðri spássíu með titli sögunnar og vísað í blaðsíðutöl.
Band frá 1995 (244 mm x 238 mm). Pappakápa, bl. fest á móttök inn í japanpappír, ofinn líndúkur kili. Handritið liggur í öskju með öðrum AM 162 a fol.-handritum.
Historie og herkomst
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 13. aldar í Katalog I, bls. 116, en til miðrar aldarinnar í ONPRegistre, bls. 434 (sjá einnig Early Icelandic Script, bls. xxvi (nr. 39).
Árni Magnússon fékk handritið frá Pétri Markússyni 1704 (sjá ytri spássíu 3v). Áður átti það Ragnheiður Jónsdóttir í Gröf á Höfðaströnd.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. september 1996.
[Additional]
- ÞS skráði 15.-16. október 2009 og síðar.
- HB færði inn grunnupplýsingar í febrúar 2001.
- Kålund gekk frá handritinu til skráningar líklega árið 1885 (sjá Katalog I 1889:114-117 (nr. 198).
Gert við og bundið í Kaupmannahöfn í júní til nóvember 1995. Í öskju með brotum úr níu öðrum handritum. Með fylgdi nákvæm lýsing á viðgerðum og ljósmyndun.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.