Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

SÁM 170

Sögubók ; Ísland, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-14r)
Bjarnar saga Hítdælakappa
Upphaf

… Nú er frá því fyrst að segja …

Niðurlag

… Tekur nú þaðan af að kyrrast um málin. Og lýkur hér nú frásögu þessari.

Athugasemd

Vantar framan af. Sagan hefst í 8. kafla (15. kafla miðað við útgáfuna í Íslenzkum fornritum).

Bl. 14v autt.

2 (15r-25v)
Gunnlaugs saga Ormstungu
Titill í handriti

Saga af Gunnlaugi Ormstungu og Rafni

Upphaf

Þorsteinn hét maður, hann var Egilsson …

Niðurlag

… þótti öllum mikið fráfall Helgu sem ván var að.

Baktitill

Og lýkur hér nú sögu Gunnlaugs Ormstungu.

3 (26r-63v)
Fljótsdæla saga
Titill í handriti

Saga af Helga og Grími Droplaugarsonum

Upphaf

Þorgerður hét kona hún bjó í Fljótsdal …

Niðurlag

Þangbrandur prestur kom til Íslands …

Baktitill

Og lyktar svá að segja frá þeim Droplaugarsonum.

4 (64r-84r)
Vilhjálms saga sjóðs
Titill í handriti

Saga af Vilhjálmi sjóð

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Ríkarður …

Niðurlag

… og ríkti þar lengi með drottning Astronomia móður sinni.

Baktitill

Og endast hér saga af Vilhjálmi sjóð og hans framaverkum.

Efnisorð
5 (84v-94v)
Fertrams saga og Platós
Titill í handriti

Saga af Fertram og Plató

Upphaf

Artús hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… þessu stríði lofaði …

Athugasemd

Vantar aftan af. Virðist enda í 15. kafla.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
94 bl. (193 mm x 160 mm). Bl. 14v autt.
Tölusetning blaða
Handritið er ótölusett.
Kveraskipan

Tólf kver:

  • Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-14, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 15-22, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 23-30, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 31-38, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 39-46, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 47-54, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 55-62, 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 63-70, 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 71-78, 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 79-86, 4 tvinn.
  • Kver XII: bl. 87-94, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur 170-175 mm x 140-145 mm.
  • Línufjöldi 26-28.

Ástand
  • Vantar framan og aftan af.
  • Hægra horn á tveimur fremstu blöðunum trosnað og hefur texti skerst örlítið við það.
  • Bl. 7 og 87 eru laus úr bandi. Kver 8 (bl. 55r-62v) og 12 (87r-94v) lafa á einum þræði.
  • Blettir víða en skerða þó ekki texta.
  • Verulegir rakablettir á bl. 64r-94v, en þó hægt að lesa texta.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Óbundið. Arkir saumaðar með hamptaumi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á 18. öld.

Ferill

Handrit að líkindum úr eigu Þorvarðar Bergþórssonar á Leikskálum í Haukadal, Dalasýslu.

Aðföng
Gjöf frá Hákoni Heimi Kristjónssyni, Kópavogi, 21. desember 2017.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í maí og júní 2019.

Lýsigögn
×

Lýsigögn