Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 4433 XII 8vo

Fyrsta vefjartafla ; Ísland, 1850-1900

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-6r)
Fyrsta vefjartafla
Titill í handriti

Fyrsta tafla - sýnir hvað marga þræði hafa þarf á tiltekinni breidd voðarinnar eftir þunga hespunnar að meðaltali

1.1 (9r-10r)
Önnur vefjartafla
Titill í handriti

Hespur/ Þráðatal

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
10 blöð (170 og 135 mm x 105 og 90 mm). Auð blöð: 1, 3v, 4r, 6v-8r, 8v að mestu, 10v að mestu.
Tölusetning blaða
Blöðin voru blaðmerkt við talningu.
Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 105-160 mm x 50-100 mm.

Línufjöldi 19-24.

Leturfletir á blöðum 2r-6v eru rúðustrikaðir.
Ástand
Saumgöt eru í kili milli blaða 1 og 2.
Skrifarar og skrift
Tvær hendur ; Skrifarar:

I. 2r–6r: Óþekktur skrifari.

II. 9r-10r: Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Á blaði 8v eru fáein blýantspáruð reikningsdæmi og á blaði 10v er mál á einni hespu.
Band

Óbundið, tvö tvinn og saumað kver.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland seinni hluti 19. aldar.
Ferill

Oddný Ingvarsdóttir fékk handritið frá föðurbróður sínum, Gunnari Ingvarssyni í Laugardalshólum í Laugardal (d. 1934), en kona hans var Steinvör Eggertsdóttir frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, dóttir Eggerts Jónssonar á Kleifum, og frá henni er handritið komið.

Aðföng
Gjöf 10. ágúst 1983 frá Oddnýju Ingvarsdóttur, Laugavegi 98 í Reykjavík, um hendur Skúla Helgasonar fræðimanns.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson nýskráði 5. október 2010
Lýsigögn
×

Lýsigögn