Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 4023 4to

Samtíningur ; Ísland, 1826

Tungumál textans
íslenska (aðal); danska

Innihald

1 (1r-10r)
Sneglu-Halla þáttur
Titill í handriti

Þáttur af Sneglu-Halla

2 (10r-13v)
Auðunar þáttur vestfirska
Titill í handriti

Þáttur af Auðunni Íslending

3 (14r-14v)
Brands þáttur örva
Titill í handriti

Af Brandi inum örva og Haraldi kóngi Sigurðarsyni

4 (14v-16r)
Haraldur harðráði læknar Ingibjörgu Halldórsdóttur
Titill í handriti

Haraldur kóngur læknar Ingibjörgu

Athugasemd

Samanber Haralds sögu Sigurðarsonar

Efnisorð
5 (16v-17v)
Þorvarðar þáttur krákunefs
Titill í handriti

Af Þorvarði krákunef og Eysteini orra

6 (18r-24r)
Hrafns þáttur Guðrúnarsonar
Titill í handriti

Af Hrafni Hrútfirðingi

7 (24r-27r)
Odds þáttur Ófeigssonar
Titill í handriti

Af Oddi Ófeigssyni

8 (27v-28v)
Arnórs þáttur jarlaskálds
Titill í handriti

Frá Arnóri jarlaskáldi og kóngum

9 (28v-30v)
Þorgríms þáttur Hallasonar
Titill í handriti

Af Þorgrími Hallasyni, Kolgrími og Illuga Íslendingum

10 (31r-32v)
Magnús saga góða og Haralds harðráða
Titill í handriti

Til uppfyllingar þessum blöðum, skrifast eftirfylgjandi ágrip um andlát Magnúss kóngs úr sögu Haralds kóngs og Magnúss kóngs

Athugasemd

Hluti af sögunni

Efnisorð
11 (33r-35v)
Gautreks saga
Titill í handriti

Hér hefur upp þátt af Skafnatungu og börnum hans

Athugasemd

Hluti af sögunni

12 (35v-39r)
Gautreks saga
Titill í handriti

Þáttur af Vikari kóngi og Starkaði gamla

Athugasemd

Hluti af sögunni

13 (40r-44r)
Gautreks saga
Titill í handriti

Af Nera jarli og Gjafa-Ref

Athugasemd

Hluti af sögunni

14 (44v-45r)
Þorsteins þáttur sögufróða
Titill í handriti

Þáttur af Þorsteini fróða

15 (45v-47v)
Þorsteins þáttur Austfirðings
Titill í handriti

Söguþáttur af Þorsteini Suðurfara

Skrifaraklausa

Þessi sögubók er rituð árið 1826 af St[efáni] Guðmundssyni (47v)

16 (49r-59r)
Hungurvaka
Titill í handriti

... veröld í sending heilags anda ...

Athugasemd

Titil og upphaf vantar

Efnisorð
17 (59r-60r)
Þorlákur biskup
Titill í handriti

Frá hinum heilaga Þorláki biskupi

Efnisorð
18 (60r-69r)
Biskupaannálar
Titill í handriti

Úr Skálholtsbiskupaannál síra Jóns Egilssonar

Efnisorð
19 (69r-85v)
Útlendar fréttir
Titill í handriti

Uppteiknan úr Kaupenhafnar-tíðindum er innkomu 1788

Athugasemd

Ýmsar fréttir, þýddar úr dönskum blöðum, af hamförum utan úr heimi

Sumt er skrifað á skrár á dönsku

Efnisorð
20 (86v-87r)
Kvæði
Titill í handriti

Til ins hávelborna herra, herra Ólafs Stephánssonar konunglegrar hátignar stiptamtmanns yfir Íslandi í nafni hans fósturjarðar árið 1790

Upphaf

Gott er á meðan góðs má vona ...

Athugasemd

Skrifað á skrár á dönsku

21 (87r-87r)
Húsráð
Titill í handriti

Við verk og veiki í auga ...

Athugasemd

Nokkur húsráð

Skrifað á skrá á dönsku

Án titils

Efnisorð
22 (87v-87v)
Tröllakvæði
Upphaf

Dumbur kóngur deiddi tröll drjúgum

Athugasemd

Niðurlag vantar

Kvæðið er einnig eignað Árna Böðvarssyni skáldi á Ökrum

Skrifað á skrá á dönsku

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1: ØRHOLM &NYEMØLLE (1-47, 56-81 og 84-87).

Vatnsmerki 2: Hörpudiskur/blóm (49-55).

Vatnsmerki 3: Býkúpa með ártalinu 1821 (82-83).

Pappírinn í blaði 48 er vélunninn og þar er ekkert vatnsmerki.

Blaðfjöldi
87 blöð (195 mm x 158 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt með blýanti fyrir myndatöku.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er um 170-185 mm x 130-140 mm.
  • Leturflötur er víðast afmarkaður með strikum.
  • Línufjöldi er 21-29.

Ástand

Á milli blaða 48 og 49 er viðgerðarblað.

Ástand handrits við komu: Sæmilegt.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Stefán Guðmundsson

Skreytingar

Lituð kaflafyrirsögn og upphaf : 58r.

Lituð kaflafyrirsögn: 59r.

Litaðir skrautstafir, litur rauður: 45v-46v.

Upphafsstafir á stöku stað stórir og ögn skreyttir.

Á blaði (87v) eru sum orð skreytt með rauðum lit.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fyrri hluti handrits er skráð 1826. Í seinni hluta handrits eru notaðar skrár, ársettar 1822, sem gefur ef til vill vísbendingu um að það sé einnig skráð á svipuðum tíma.

Blað 48 hefur ef til vill verið saurblað.

Blöð 74v og 87r eru hluti af skrá. Vera kann að þessi blöð hafi upphaflega verið samhangandi. Blöð 79v og 86r eru samhangandi skrá, svo og blöð 81v og 84r og 82r og 83v.

Band

Band frá því um (200 mm x 151 mm x 28 mm).

Skinnband með tréspjöldum, kjölur skrautþrykktur.

Laust úr bandi.

Límmiði á innri hlið fremra spjaldblaðs.

Áslaug Jónsdóttir gerði við í febrúar 1968.

Handrit sett í öskju þegar gert var við það árið 1968.

Innsigli

Á blaði 47v er innsigli með fangamarkinu Th, ef til vill innsigli síra Þórðar Þorsteinssonar samanber blöð 79v og 87r

Innsigli

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1826.
Ferill

Eigandi handrits: Guðmundur Stefánsson Ferjukoti (aftara spjaldblað)

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir bætti við skráningu, 15. nóvember 2012 ; Sigrún Guðjónsdóttir aðlagaði skráningu, 12. júní 2009 ; Handritaskrá, 3. aukab. ; Sagnanet 21. september 1998
Viðgerðarsaga

Athugað 1998.

Viðgert .

Myndað í desember 2012.

Myndir af handritinu
128 spóla negativ 35 mm ; án spólu

Myndað fyrir handritavef í desember 2012 .

Lýsigögn