Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 1 fol.

Ritgerðir Guðmundar Einarssonar ; Ísland, 1850-1860

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-30r)
Réttargangur í hinum eiginlegu borgaralegu málum
Titill í handriti

Réttargangur í hinum eiginlegu borgaral. málum (Den ordinaire Civile Procesmaade)

Efnisorð
2 (31r-52r)
Goðorð
Titill í handriti

Goðorð, goðorðsmaður

Efnisorð
3 (53r-58v)
Örnefni
Titill í handriti

Örnefni

Efnisorð
4 (59r-64r)
Íslenskt orðasafn
Upphaf

I. Rógeisa = skotvopn

Efnisorð
5 (64v)
Fylkjaskipan í Noregi
Titill í handriti

Fylkjaskipan í Noregi

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír (3 tegundir, I. blöð 1–52, 59-64; II. blöð 53-56; III. blöð 57-58).

Blaðfjöldi
i + 64 blöð (340 mm x 213 mm). Auð blöð: 30v og 52v.
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Guðmundur Einarsson, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á fremra saurblaði 1v er efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents.

Band

Band frá því um 1865 (345 mm x 215 mm x 14 mm).

Bókaspjöld úr pappa klædd áþrykktum pappír með léreftskili og -hornum.

Slitið.

Límmiðar á fremra spjaldi og kili.

Páll Pálsson stúdent batt inn.

Í prentaðri handritaskrá stendur að: … þetta allt hefir verið innfest af Páli stúdent.

Fylgigögn

Með liggur ein laus örk með lýsingu á stúdentum. Þar stendur: Þetta handrit fékk ég að láni hjá Jóni.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1850-1860
Ferill

Guðmundur Einarsson sýsluskrifari, gaf Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags 1865.

Áður ÍBR. A. 6, 44 og 84.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Örn Hrafnkelsson skráði, 11. september 2009 ; Handritaskrá, 3. b.

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 207.

Viðgerðarsaga

Athugað 2004.

Athugað fyrir myndatöku 2009.

Myndað í október 2009.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í október 2009.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn