Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

GKS 1002 fol.

Sögubók ; Ísland, 1667

Titilsíða

Þessa sögubók á sá eruverðugi guðhræddi heiðursmann Jón Eyjólfsson, að Múla í Fljótshlíð, hvör eftir hans bón og forlagi honum og öðrum frómum mönnum til gamans, gleði og dægrastyttingar er saman skrifuð á Geldingalæk á Rangárvöllum af Páli Sveinssyni Anno Salvatoris 1667 (1r).

Athugasemd
Annað bindi af tveimur (GKS 1003 fol.) sem heyra saman.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-27r)
Karlamagnús saga
Titill í handriti

Hér byrjar sögu Karl [!] Magnúsar þess rómverska keisara

Upphaf

Í Frankaríki var einn konungur sem hét Pipping …

Niðurlag

… og beföluðu hann Guði og endar hér hans historíu.

Athugasemd

Við titil stendur með hendi Árna Magnússonar: Útsett úr dönsku.

Efnisorð
2 (27v-60v)
Grettis saga
Titill í handriti

Hér byrjar saga af Grettir Ásmundarsyni

Upphaf

Ásmundur hærulangur var sonur Þorgríms hærukolls …

Niðurlag

… Þorsteinn drómundur varð á sínum efstu dögum

Baktitill

og lúkum vér hér sögu Grettirs Ásmundarsonar.

2.1 (60v)
Lausavísa
Titill í handriti

Vísa kveðin um Grettir

Upphaf

Sterkan nefndu báls börk …

Niðurlag

… veitti henni ekki af neitt.

Efnisorð
3 (61r-79r)
Mágus saga
Titill í handriti

Hér byrjar söguna af Máfus jarli hinum brögðótta

Upphaf

Svo byrjar þessa sögu …

Niðurlag

… og var hún lengi með honum.

Baktitill

Og endar hér sögu Máfuss jarls.

4 (79v-93r)
Hrólfs saga kraka
Titill í handriti

Hér byrjar sögu Hrólfs kóngs kraka og kappa hans

Upphaf

Maður hét Hálfdan en annar Fróði …

Niðurlag

… og svo nokkurt vopn hjá

Baktitill

og endar hér sögu Hrólfs kóngs kraka og kappa hans.

5 (93r-112v)
Flóres saga og Leó
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af keisara Oktavíanus og hans tveimur sonum Flóres og Lyon

Upphaf

Einn keisari að nafni Oktavíanus …

Niðurlag

… varð keisari í Róm eftir föður sinn.

Baktitill

Og endum vér hér sögu af Oktavíanus keisara og hans sonum.

Efnisorð
6 (113r-119v)
Sigurgarðs saga frækna
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Sigurgarði hinum frækna

Upphaf

Kóngur einn ágætur …

Niðurlag

… mönnum í sínum ríkjum

Baktitill

og endar hér sögu Sigurgarðs hins frækna.

Efnisorð
7 (120r-135r)
Ectors saga
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Ector og köppum hans

Upphaf

Þeir menn sem mest stunda á jarðneska hluti …

Niðurlag

… sjötíu og sjö betur.

Baktitill

Og látum vér hér nú niðurfalla frásagnir afreksverka herra Ectors og kappa hans.

Efnisorð
8 (135r-161v)
Sigurðar saga þögla
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Sigurði þögla

Upphaf

Svo byrjar þessa frásögu að margir fyrirmenn …

Niðurlag

… og er margt manna frá honum komið

Baktitill

og lúkum vér hér historíu Sigurðar þögla.

Efnisorð
9 (161v-166v)
Önundar þáttur tréfóts
Titill í handriti

Þetta er upphaf á Grettirs sögu og vantar við þá sem í þessari bók skrifuð er

Upphaf

Önundur hét maður son Einars bullufóts …

Niðurlag

… og hafði hann mannmargt og etc.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
v + 166 + iii blöð (300 mm x 245 mm). Ytri dálkur bl. 166v auður.
Tölusetning blaða
Blaðmerkt síðar með blýanti efst í hægra horni.
Kveraskipan

42 kver.

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-8, 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 9-12, 2 tvinn.
  • Kver IV: bl. 13-16, 2 tvinn.
  • Kver V: bl. 17-20, 2 tvinn.
  • Kver VI: bl. 21-24, 2 tvinn.
  • Kver VII: bl. 25-28, 2 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 29-32, 2 tvinn.
  • Kver IX: bl. 33-36, 2 tvinn.
  • Kver X: bl. 37-40, 2 tvinn.
  • Kver XI: bl. 41-44, 2 tvinn.
  • Kver XII: bl. 45-48, 2 tvinn.
  • Kver XIII: bl. 49-52, 2 tvinn.
  • Kver XIV: bl. 53-56, 2 tvinn.
  • Kver XV: bl. 57-60, 2 tvinn.
  • Kver XVI: bl. 61-64, 2 tvinn.
  • Kver XVII: bl. 65-68, 2 tvinn.
  • Kver XVIII: bl. 69-72, 2 tvinn.
  • Kver XIX: bl. 73-76, 2 tvinn.
  • Kver XX: bl. 77-80, 2 tvinn.
  • Kver XXI: bl. 81-84, 2 tvinn.
  • Kver XXII: bl. 85-88, 2 tvinn.
  • Kver XXIII: bl. 89-92, 2 tvinn.
  • Kver XXIV: bl. 93-96, 2 tvinn.
  • Kver XXV: bl. 97-100, 2 tvinn.
  • Kver XXVI: bl. 101-104, 2 tvinn.
  • Kver XXVII: bl. 105-108, 2 tvinn.
  • Kver XXVIII: bl. 109-112, 2 tvinn.
  • Kver XXIX: bl. 113-116, 2 tvinn.
  • Kver XXX: bl. 117-120, 2 tvinn.
  • Kver XXXI: bl. 121-124, 2 tvinn.
  • Kver XXXII: bl. 125-128, 2 tvinn.
  • Kver XXXIII: bl. 129-132, 2 tvinn.
  • Kver XXXIV: bl. 133-136, 2 tvinn.
  • Kver XXXV: bl. 137-140, 2 tvinn.
  • Kver XXXVI: bl. 141-144, 2 tvinn.
  • Kver XXXVII: bl. 145-148, 2 tvinn.
  • Kver XXXVIII: bl. 149-152, 2 tvinn.
  • Kver XXXIX: bl. 153-156, 2 tvinn.
  • Kver XL: bl. 157-160, 2 tvinn.
  • Kver XLI: bl. 161-164, 2 tvinn.
  • Kver XLII: bl. 165-166, tvinn.

Umbrot

Tvídálka.

Leturflötur 250 mm x 205 mm.

Breidd dálka er ca 85-100 mm.

Línufjöldi 38.

Strikað fyrir dálkum víðast hvar.

Síðutitlar, pennaflúraðir víða.

Kaflatöl fyrir miðjum dálki.

Stafir utan leturflatar á stöku stað, t.d. á bl. 133v.

Griporð, pennaflúruð víða.

Dekkra blek (svart) sums staðar í aftasta hluta handrits, t.d. á bl. 121v og áfram, og 153v og áfram.

Grófari pennadrættir á bl. 137v-138r, 139v-140r, 153v (dálkur a og 9 línur í dálki b).

Ástand
  • Texti titilsíðu hefur verið skafinn burt að nokkru leyti, líklega með vikri og vökva, en tekist hefur að ráða fram úr textanum (Sjá Desmond Slay, DesSla1504aOn the Origin of Two Icelandic Manuscripts, s. 144).
  • Blettir á bl. 43v (grænir blettir), 70r, 83r, 84v, 97r (grænir blettir), 103v, 144r-v en skerða ekki texta.
  • Blettur á bl. 149v skerðir texta.
  • Upprunaleg göt á bl. 49, 62, 72, 103, 126, 131, 137, 138, 163.
  • Nokkur blöð hafa verið óregluleg að lögun upprunalega, einkum hefur vantað ytra horn að neðan, en þau hafa verið aukin með pappír: 17-20, 23, 29, 34, 39, 41, 44, 51, 57, 71, 78-79, 83, 116, 125, 150, 158-159.
  • Dálkar rauðleitir sums staðar, e.t.v. vegna bleksmits. Sjá t.d. á bl. 29v-30r, 31v-32r, 43v-44r.
  • Dálkar bláleitir á bl. 121r, e.t.v. vegna bleksmits.
Skrifarar og skrift

Með hendi Páls Sveinssonar frá Geldingalæk á Rangárvöllum, blendingsskrift. Griporð með fljótaskrift.

Skreytingar

Skrautbekkur efst á titilsíðu; flúraðir upphafsstafir.

Flúraðir titlar á bl. 1v, 27v, 61r, 79v, 93r, 113r, 120r, 135r, 161v.

Stórir skrautstafir (upphafsstafir) á bl. 1v (J), 27v (A), 61r (S), 79v (M), 93r (E), 113r (K), 120r (Þ), 135r (S), 161v (A).

Fylltir og flúraðir upphafsstafir kafla á flestum blöðum handrits, sjá til dæmis bl. 26r, 28v-29r, 39r-v, 56v, 60r, 71r, 76v, 99v, 121v, 146r (andlit í belgi þ), 154r, 164v.

Hönd teiknuð neðst á bl. 112v við sögulok, ígildi bókahnúts.

Hönd sem línufylling á bl. 44r og 82v.

Flúr sums staðar á síðutitlum, t.d. 145r.

Flúr sums staðar um griporð, t.d. 141v-142r.

Dálítið flúr upp úr leggjum stafa í efstu línu sums staðar, t.d. bl. 82v, 102r, 110r, 111r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugrein á bl. 56r: Hér er víg Grettis eitt hið armasta níðingsverk sem unnið hefur verið.
  • Á ytri spássíu bl. 57v: NB.
  • Spássíugrein á bl. 152v: Nú fór píkan hennar Sedicianu.
  • Kaflafyrirsagnir á spássíum í Sigurðar sögu þögla og Ectors sögu á bl.: 79v, 83v, 84v, 121v, 122v, 123v, 124v, 125v, 127r.
  • Leiðréttingar milli dálka og merkt inn á stöku stað, t.d. á bl. 2r, 9r, 13v, 49v.
  • Stafir eða orð utan leturflatar, t.d. á bl. 19r, 22r, 26v, 28r, 31r.
  • Stimpill Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn innan á fremra spjaldi ásamt safnmarki m.h. Kålunds. Stimpillinn er einnig á aftasta blaði handrits (166v) og framan á seðli Árna Magnússonar.

Band

Band líklega frá lokum 17. aldar eða upphafi 18. aldar (320 mm x 270 mm x 100 mm). Hörð pappaspjöld, eða tréspjöld, klædd rauðu flaueli. Kjölur upphleyptur á uppistöðum. Snið gyllt.

Klæðning dálítið slitin, einkum á kili.

2 auð saurblöð fremst og 3 aftast tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju. Safnmark á kili gyllt.

Fylgigögn

Tveir fastir seðlar, báðir á dönsku.

Bréf til Kristjáns konungs fimmta frá Birni Þorleifssyni, presti í Odda og síðar biskupi á Hólum, dags. í Kaupmannahöfn 29. janúar 1692. Textinn er prentaður í Desmond Slay, On the origin of two Icelandic manuscripts, s. 149.

Seðill (tvinn) m.h. Árna Magnússonar með efnislýsingu. Aðeins 3 línur á aftara blaðinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1667 fyrir Jón Eyjólfsson, Múla í Fljótshlíð (Eyvindarmúla).

Ferill

Björn Þorleifsson gaf Kristjáni fimmta konungi handritið 29. janúar 1692 (sbr. bréf fremst).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. nóvember 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga
Mette Jakobsen gerði við 26. ágúst til 20. desember 1982.
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , The manuscripts of Hrólfs saga kraka
Umfang: XXIV
Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , On the origin of two Icelandic manuscripts in the Royal Library in Copenhagen
Umfang: s. 143-150
Titill: , Hrólfs saga kraka
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, Desmond
Umfang: 1
Titill: Fornaldar sögur Nordrlanda: Eptir gömlum handritum
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, Carl Christian
Titill: Hrólfs saga kraka og Bjarkarímur,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 32
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Sigurðar saga þögla. The shorter redaction
Ritstjóri / Útgefandi: Driscoll, Matthew James
Umfang: s. clxvi, 67 p.
Höfundur: Driscoll, Matthew James
Titill: Postcards from the edge: an overview of marginalia in Icelandic manuscripts, Variants
Umfang: s. 21-36
Titill: Tiodielis saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Ohlsson, Tove Hovn
Umfang: 72
Lýsigögn
×

Lýsigögn