Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 742 4to

Snorra-Edda; Skáldskaparmál, Skálholtsbiskupar 1057-1239 ; Ísland, 1611-1650

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-28r)
Snorra-Edda
Titill í handriti

Hér byrjast annar partur Eddu um kenningar hverjar sinn uppruna hafa í hinum fyrra partinum sem heitir Hárs diktan.

Athugasemd

Einungis Skáldskaparmál.

1.1 (1r-3v)
Skáldskaparmál; nöfn ásanna
Titill í handriti

xii nöfn ásanna

Upphaf

Yggur, Þór, Yngvi, Freyr, Viðar …

Niðurlag

… Kalla má einn ásinn annarra nafni og kenna til verka sinna er eigu.

1.2 (4r-28r)
Skáldskaparmál; heiti hluta og kenningar
Titill í handriti

Nú eftir fylgja heiti og kenningar ýmislegra hluta, eftir stafrófsorðum. Árheiti.

Upphaf

Auðskjálg, Dýka, Dúna …

Niðurlag

… Mararlyng og stór fjöru er sjóar.

2 (28v)
Skálholtsbiskupar 1057-1239
Titill í handriti

Svo margir biskupar hafa verið í Skálholti, svo margir (katólskir).

Upphaf

Anno 1057; vígður Ísleifur Gissursson hvíta …

Niðurlag

… Anno 1239; vígður Sigurður, dó 1258.

Athugasemd

Á blaði 28v hefur verið strikað og límt yfir þessa skrá yfir biskupa í Skálholti.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 28 + i blöð (156 mm x 96 mm). Blað 3v er autt að mestu.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með bláu bleki 1-28 (á neðri spássíu fyrir miðju).
  • Blaðsíðumerking er neðst í horni annarrar hverrar síðu 1-55.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: blöð 1-8; 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16; 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24; 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-28; 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140 null x 70-75 null.
  • Þar sem um fullskrifað blað er að ræða er línufjöldi ca 27-29.
  • Efni er skipt upp og aðgreint með fyrirsögnum (sjá t.d. blað 24v-25r).
  • Efnistilvísanir og bókstafir eru á spássíum (sjá t.d. 16v-17r).

Ástand
  • Blað 28v er yfirstrikað og áður hefur verið límt yfir þessa skrá yfir biskupa í Skálholti.
Skrifarar og skrift

Band

Band (162 null x 120 null x 15 null) er frá september 1970.

Spjöld og kjölur eru klædd fíngerðum striga. Kver eru saumuð á móttök og saurblöð tilheyra þessu bandi.

Pappaband (162 null x 103 null x 5 null) frá 1857. Blár safnmarksmiði er á kili.

  • Yngra og eldra band liggja saman í strigaklæddri pappaöskju.

Fylgigögn

Laus miði með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1611-1650, en til fyrri hluta 17. aldar í  Katalog II , bls. 171. Í þessu handriti er umrituð gerð "Annars parts" Laufás-Eddu Magnúsar Ólafssonar. Texti hans er styttur og mörgum vísum sleppt. Á móti koma ýmsar viðbætur, s.s. vísur, sumar úr Snorra-Eddu. Viðbætur eru líklega komnar frá skrifaranum Birni Jónssyni á Skarðsá (sbr. Faulkes, A. 1979). Samkvæmt AM 477 fol. var hér líka Annar partur Eddu (sem almennilega kallast Skálda).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 4. ágúst 2009; lagfærði í janúar 2011, ÞS skráði 5. október 2001; Kålund gekk frá handritinu til skráningargekk frá handritinu til skráningar 14. nóvember 1888 (sjá Katalog II , bls. 171-172 (nr. 1857).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1970. Eldra band fylgir í öskju.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn