Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 564 b 4to

Þórðar saga hreðu ; Ísland, 1650-1675

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-18r)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Sagan af Þórði hreðu

Upphaf

Í Bergi hét Hrólfur Upplendingakóngur …

Niðurlag

… Þórður hreða varð sóttdauður.

Baktitill

Höfum vér ekki fleira heyrt með sannleik af honum sagt. Og lýkur hér nú sögu Þórðar hreðu.

Athugasemd

Brot úr annarri sögu á bl. 18v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 18 + ii blöð (207 mm x 163 mm).
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti, 1-18.
  • Upprunaleg blaðmerking er á stöku stað, hiii-mij.

Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: bl. 1-2, tvinn.
  • Kver II: bl. 3-10, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 11-18, 4 tvinn.

Umbrot

  • Tvídálka (nema bl. 1r).
  • Leturflötur er ca 150-152 mm x 120-122 mm. Sums staðar eru dálkar misbreiðir.
  • Línufjöldi er 29-31.
  • Griporð.
  • Sögulok enda í totu.
  • Skreyttir upphafsstafir á bl. 9r, 9v og 17r ná niður fyrir leturflöt, niður á neðri spássíu.

Ástand

  • Neðri hluti bl. 18 (neðan við lok sögunnar) hefur verið skorinn burt.
  • Áður var blað límt yfir bl. 18v, en það hefur nú verið losað frá. Síðan er skítug eftir límið en texti er þó auðlesinn.
  • Víða hefur blekið í skreytingum upphafsstafa smitast í gegn

Skrifarar og skrift

Ef til vill skrifað af séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift ( Loth 1960:125-126 ).

Skreytingar

Mjög skrautlegir upphafsstafir kafla eru á flestum síðum handritsins. Stafirnir eru með laufteinungum, blómamynstri og flestir á dökkum skreyttum fleti. Á bl. 9v er dýramynd inni í stafnum, mannsandlit á bl. 11r, fólk og dýr á bl. 14v.

Titill sögunnar er flúraður (bl. 1r).

Band

  • Band frá 1975 (216 mm x 185 mm x 15 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Fremsta og aftasta saurbl. tilheyra bandi en fremra saurblað aftast var áður límt á bl. 18v. Handritið liggur í öskju.

  • Gamalt pappaband frá 1772-1780 fylgir. Spjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (199 mm x 160 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar og skrifara hans, með upplýsingum um efni handritsins og aðföng (Þordar saga hredu. mutatis initium Capitulumþ [yfirstrikad: nockrar linur framan af Bardar sgu 00 00000lz 0000] ur bokinni sem eg feck af Sr Olafi Gislasyne ä Hofi i Vopnafirde.). Versóhlið er auð.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. mars 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 20. júlí 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 13. janúar 2004.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 11. október 1887 (sjá  Katalog I 1889:718-719 (nr. 1407). ).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Lagfært og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1975.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter,
Umfang: s. 113-142
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Um Vatnshyrnu,
Umfang: s. 279-303
Lýsigögn
×

Lýsigögn