Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 554 f 4to

Kormáks saga ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1v-28r)
Kormáks saga
Titill í handriti

Kormáks saga

Upphaf

Haraldur konungur hinn hárfagri réð fyrir Noregi …

Niðurlag

… var lengi í víkingu og lýkur þar sögu þessari.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
29 blöð (193-194 mm x 159-160 mm). Bl. 1r upprunalega autt.
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-28. Blað 29 er ótölusett.
  • Upprunalegt blaðsíðutal 279-334. Aftasta blaðið er ómerkt.

Kveraskipan

Fimm kver.

  • Kver I: bl. 1-3, tvinn og stakt blað.
  • Kver II: bl. 4-7, 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 8-15, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 16-24, 4 tvinn og stakt blað.
  • Kver V: bl. 25-29, stakt blað og 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 165 mm x 120 mm.
  • Línufjöldi er ca 22-23.
  • Bendistafur v á spássíu til að merkja vísur í textanum.

Ástand

  • Víða skorið ofan af upprunalegu blaðsíðutali.
  • Á bl. 1r hefur verið límdur miði (nú laus frá) yfir fjórar yfirstrikaðar línur efst á síðunni.
  • Á bl. 28v hefur verið krassað yfir texta og blað 29 límt þar yfir en er nú laust frá.
  • Blek hefur sums staðar smitast í gegnum blöð frá upphafsstöfum og skert texta (sjá bl. 11v, 15r, 19r, 22v, 25v, 26v, 27r).
  • Bleksmitun af krassi frá blaði 28v yfir á blað 28r.
  • Skorið hefur verið framan af spássíugreinum á blaði 27v.
  • Lítið gat á blaði 15.

Skrifarar og skrift

Að því er virðist með hendi Ásgeirs Jónssonar (eða Eyjólfs Björnssonar), kansellíbrotaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band frá árunum 1772-1780 (199 mm x 163 mm x 8 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Saumað með hamptaumi. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

Miði sem límdur var á fremsta blað en er nú laus frá.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett um 1700 í  Katalog I , bls. 701.
  • Handritið hefur verið hluti af stærri heild (sbr. upprunalegt blaðsíðutal).
  • Í sömu bók voru m.a. AM 483 4to, AM 587 b 4to, AM 554 f 4to, AM 555 i 4to, AM 359 a 4to og AM 1008 4to ásamt ýmsu fleira efni sem nú er ekki þar. Flest með hendi Eyjólfs Björnssonar og Ásgeirs Jónssonar (sjá AM 435 b 4to).

Ferill

Árni Magnússon fékk úr búi Þormóðs Torfasonar, nr. XIII 4to, og tók í sundur.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P58. apríl 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 31. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 20. september 1887(sjá Katalog I 1889:701 (nr. 1365) .

Viðgerðarsaga

Matthías Larsen Bloch batt í pappa á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Þorgeir Sigurðsson
Titill: Arinbjarnarkviða, Gripla
Umfang: 25
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Kormáks saga

Lýsigögn