Skráningarfærsla handrits

Lbs 2403 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1860-1878

Titilsíða

Allrahanda ýmislegs efnis til skemmtunar og fróðleiks, þeim er nema vilja. Samantínt og í letur fært af Bjarna Jóhannessyni. Byrjað Annó 1860.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Samtíningur
Athugasemd

Lbs 2403 8vo er samtíningur og inniheldur ýmislegt. Mest af því er útlendur fróðleikstíningur alls konar. Einnig er nokkuð af innlendum fróðleik og sögnum. Hér er t.d. biskupatal (bæði í Skálholti og á Hólum), frásögn af Fjalla-Eyvindi og reisusaga Benjamíns Flóventssonar frá Oddeyri til Stykkishólms og þaðan til Reykjavíkur. Hér er einnig fróðleikur um eldfjallið Heklu ásamt ýmsu öðru. Annars er fremst í handriti nákvæmt efnisyfirlit yfir það sem er í handritinu.

2
Kvæði
Athugasemd

Einnig eru nokkur kvæði í handritinu og eru ofangreindir höfundar nafngreindir.

3
Blanda (Rímbegla)
Titill í handriti

Blanda er uppfundinn Annó 1356

Athugasemd

Rímbegla er ritgerð um íslenskt tímatal.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
201 blöð (163 mm x 98 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu; skrifari:

Bjarni Jóhannesson

Skreytingar

Fremst í handritinu er skreytt rammatitilsíða.

Í kafla 89 sem fjallar um Danmörk er kort af Danmörku (bls. 177).

Í kafla 119 sem fjallar um töfl eru þrjár myndir af taflborðum (bls. 305, 308 og 309).

Band

Mest innbundið en kápan hefur rifnað frá og fylgir ekki með.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1860 og síðar.
Ferill
Neðan við efnisyfirlit stendur skrifað nafnið Steingrímur Bjarnason, líklega með hans eigin hendi. Steingrímur þessi var sonur Bjarna Jóhannessonar, skrifara handritsins.
Aðföng

Lbs 2402-2403 8vo, keypt af Finni Sigmundssyni bókaverði 1934.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 338-339.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 8. apríl 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn