Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXI,20

Fornbréf, 1480

Tungumál textans
isl

Innihald

1 ( 1r-1v )
Fornbréf
Athugasemd

Brot

Í bréfinu er tveir dómar, annars vegar Fíflholtsdómur Erlends Erlendssonar um Efra-Dal og Kollabæ frá 30. okt. 1476. Hins vegar Kirkjulækjardómur Erlends Erlendssonar um Efra-Dal undir Eyjafjöllum frá 23. okt. 1475.

Efnisorð
1.1 (1r)
Upphaf

Það gjörum vér Hafliði Skúlason, Einar Brandsson, Jón Stefánsson og Guðmundur Eyvindsson góðum mönnum viturligt með þessu voru opnu bréfi að vér höfum séð og yfirlesið og heyrt yfirlesið opið dómsbréf með heilum og ósködduðum hangandi innsiglum og svo látandi orð eftir orð sem hér segir ...

Niðurlag

... Og til sanninda hér um settum vér fyrrnefndir menn vor innsigli fyrir þessi transskriptarbréf skrifuð í Flatey á Breiðarfirði þriðjudaginn næsta fyrir translacio sancte olafe regis et martiris. Árum eftir guðs burð M ccc ok átta tugir ára.

Efnisorð
1.2 (1v)
Athugasemd

Auð síða.

Ein lína hefur verið rituð á íslensku. Fyrir neðan hana hefur verið skrifað „+1475“ og fyrir neðan það „80“, en bréfið er tímasett til 1480.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (216 mm x 380 mm). Á blaðinu er uppábrot, u.þ.b. 20mm á hæð.
Umbrot

Eindálka. 38 línur á bl. 1r.

Leturflötur á bl. 1r er 181 mm x 288 mm.

Ástand
Skrift er dökkt og ekki máð. Skínn er nokkuð slétt og fægt en ekki mjög ljóst. Blaðið hefur verið brotið saman. Á því eru þrjú brot lóðrétt og eitt lárétt. Í kringum sum af þessum brotum hefur skinnið trosnað og e.k. viðgerð á götunum hefur varið fram með þunnum, ljósum pappír.
Skrifarar og skrift

Tvær hendur, ein á bréfi og ein á þveng nr. 3.

Skreytingar

Tveir skreyttir upphafsstafir, báðir með sama svarta bleki og bréfið sjálft. Þ og Ö, Þ-ið með laufaskrauti og Ö-ið með skrauti innan í belgnum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Aftan á bréfið hefur verið skrifuð ein lína á íslensku og fyrir neðan hana „+1475“ og beint fyrir neðan það „80“.
Innsigli

Á bréfinu eru fjórir skinnþvengir og þrjú innsigli. Í íslensku fornbréfasafni er talað um að það hafi verið fimm innsigli upphaflega.

Fyrsti þvengurinn er með innsigli sem er dökkt og kringlótt.

Annar þvengurinn er með innsigli sem er dökkt og kringlótt.

Þriðji þvengurinn er án innsiglis en á honum stendur á latínu „ave maria“

Fjórði þvengurinn er með innsigli sem er dökkt og kringlótt en yfirborð þess er nokkuð máð.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 1480.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 12. ágúst 2022.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið Árnastofnunar
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXI,20
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Fornbréf

Lýsigögn