Skráningarfærsla handrits

AM 403 4to

Lárentíus saga biskups ; Ísland, 1675-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-40v)
Lárentíus saga biskups
Titill í handriti

Her byriar Søgu af Laurentio Hola Biskupe

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Ljón (bl. 1, 2, 7, 8, 9, 10, 15, 16, 18, 20, 21, 23, 25, 27, 30, 32, 35, 36, 37, 38).

    Vatnsmerki 1. Mótmerki: Fangamark HH (bl. 3, 4, 5, 6, 11,12, 13, 14, 17, 19, 22, 24, 26, 28, 29, 31, 33, 34, 39, 40).

Blaðfjöldi
i + 40 + i blað (210 mm x 162 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt með blýanti 1-40, síðari tíma viðbót.

Leifar af eldri blaðmerkingu með rauðu bleki 1-40.

Kveraskipan

Fimm kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32 (25+32, 26+31, 27+30, 28+29), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-40 (33+40, 34+39, 35+38, 36+37), 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 185-190 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi er 27-31.
  • Leturflötur afmarkaður með þurroddi.
  • Eyður fyrir upphafsstafi, (2-3 línur).
  • Griporð á versó-síðum. Pennaflúruð.

Ástand

  • Jaðar er óskorinn en dekkri en blöðin sjálf.
  • Blekblettir á blöðum 19r-21v.
  • Bl. 1r og 40v eru dekkri en önnur blöð.
  • Gert hefur verið við mörg blöð við kjöl.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Gíslasonar, fljótaskrift.

Skreytingar

Fyrirsagnir stærri en texti meginmáls og skrifaðar með kansellískrift.

Nótur

Nótur á bókfelli í eldra bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á spássíum eru ártöl með hendi Þormóðs Torfasonar en leiðréttingar og athugasemdir með hendi Árna Magnússonar.
  • Á spássíu á bl. 1 er athugasemd Árna Magnússonar: Exſcriptum Codicis chartacei qui pars olim fuit Muſæi Brynolfi Svenonii Epiſcopi Scalholt.

Band

Band frá 1973. Strigi á kili og hornum, strigaklæðning. Saumað á móttök.  

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti með nótum. Blöðin eru nú í Acc. 7 (Hs 61).

Fylgigögn
  • Fastur seðill (154 mm x 111 mm) með hendi skrifara Árna Magnússonar: Frá sálugum assessor Thormod Torvesens enke 1720. Fyrir neðan hefur Árni skrifað Ur Num. 9., en leiðrétt í Ur Num. 10.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað annað hvort á Íslandi eða í Danmörku. Með hendi Jóns Gíslasonar og tímasett til loka 17. aldar í  Katalog I, bls. 606.

Handritið var áður hluti af stærri bók (sbr.seðil). Í þeirri bók voru einnig blöð sem nú eru í AM 351 4to og AM 521 a 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið úr búi Þormóðs Torfasonar árið 1720. Var nr. 10 í safni Þormóðs (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 13. febrúar 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG fór yfir skráningu með gögnum frá BS, 15. febrúar 2024.
  • GI skráði 13. nóvember 2001.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 606 (nr. 1156). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886.
Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1973. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Rit Handritastofnunar Íslands, Laurentius saga biskups
Ritstjóri / Útgefandi: Árni Björnsson
Umfang: III
Höfundur: Árni Björnsson
Titill: Laurentius saga biskups í ÍB 62 fol, Gripla
Umfang: 8
Lýsigögn
×

Lýsigögn