Skráningarfærsla handrits

AM 408 b 4to

Biskupaannálar Jóns Egilssonar ; Ísland, 1692

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-23v)
Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Titill í handriti

Skalholts Biskupa Annall

Upphaf

Teitur het madur er Skalholt bigde first ...

Niðurlag

... andadist | 1568 j fóstu jnngang

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum:

  • Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki með kórónu (t.d. bl. 5+6, 10+17, 11+16).

Blaðfjöldi
i + 23 + i blað (196-198 mm x 150-155 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking 3-46 (bl. 2r-23v) þar sem önnur hver blaðsíða er merkt. Merkingin á bl. 1r virðist hafa horfið, blaðið er skaddað á jöðrunum, en síðan hefur einhver merkt það nr. 1 með blýanti.

Kveraskipan

Þrjú kver og tvö stök blöð:

  • Kver I: bl. 1-9 (1, 2+9, 3+8, 4+7, 5+6), 1 stakt blað + 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 10-17 (10+17, 11+16, 12+15, 13+14), 4 tvinn.
  • Bl. 18-19 (18, 19), 2 stök blöð.
  • Kver III: bl. 20-23 (20+23, 21+22), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 154-165 mm x 125-130 mm.
  • Línufjöldi er 26-32.
  • Griporð.
  • Síðustu orð á síðu hanga stundum undir leturfleti á undan griporðum.

Ástand
  • Blöð dökk og blettótt.
  • Strikað er yfir texta efst á bl. 1v.
  • Bl. 1 er bundið rangt inn, núverandi rektó-hlið á að vera versó-hlið.
  • Gert hefur verið við mörg blöð.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Í upphafi kafla og í fyrirsögnum eru upphafsstafir á örfáum stöðum dregnir ögn stærra, kansellískrift.

Bókahnútur á 23v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Viðbætur og athugasmendir á spássíu með hendi skrifara, t.d. bl. 2r, 2v, 3v, 4v, 7v, 9v og 15r og 22r.
  • Pennakrot á spássíu: bl. 1r-v, 7r og 18r.

Band

Band frá nóvember 1973 (211 mm x 181 mm x 16 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd fínofnum líndúki. Tvö saurblöð úr bandi. Handritið liggur í öskju með AM 408 a-i 4to.

Eldra band er pappaband. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Safnmark skrifað á bókarkápu, tveir límmiðar á kili með safnmarki og númer.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (147 mm x 109 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um feril: Þetta fékk ég 1710 af Benedikt Hannessyni frá Snæfjöllum, en hann af Grími Einarssyni Eyjólfssonar.
  • Fastur seðill fremst (örmjó blaðrönd) með hendi Kålunds, með safnmarkinu.
  • Í öskjunni liggur laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi árið 1692 (2r). Kålund tímasetur handritið til loka 17. aldar (Katalog (I) 1889:610).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið árið 1710 hjá Benedikt Hannessyni frá Snæfjöllum, en hann frá Grími Einarssyni, Eyjólfssonar (sbr. seðil).

Árið 1730 var handritið hluti af No 408 in 4to (sbr. AM 456 fol., 19r; AM 477 fol., 31r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. febrúar 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 16. febrúar 2024
  • GI skráði 25. nóvember 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 19. apríl 1887 ( Katalog (I) 1889:610 (nr. 1165).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1973.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn