Skráningarfærsla handrits

Lbs 2370 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1820-1880

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Ævisaga Bjarna Nikulássonar
Titill í handriti

Ævi-saga Bjarna sýslumanns Nikulássonar, samin af sjálfum honum

Athugasemd

Eftirrit, að nokkru með hendi Páls Pálssonar stúdents.

2
Líkræður og grafskriftir
Athugasemd

Með liggja grafskriftir og líkræður yfir nokkrum einstaklingum sem tengjast bænum Kerlingardal í Vestur-Skaftafellsýslu. Grafskriftir eru hér yfir Þorsteini Steingrímssyni, bónda síðast í Kerlingardal og syni hans Einari Þorsteinssyni sem tók við búi föður síns. Einnig er hér grafskrift yfir Sigríði Guðmundsdóttur, fyrri konu Einars. Einar og Sigríður áttu fyrst um sinn heima í Kerlingardal en fluttu síðar á Ketilsstaði í sömu sýslu. Sigríður lést árið 1832 og fluttist þá Einar aftur í Kerlingardal og gekk í annað hjónaband. Grafskriftirnar eru með hendi Páls stúdents, líklega eftirrit. Auk grafskriftanna eru hér tvær líkræður. Annars vegar yfir áðurnefndum Einari Þorsteinssyni bónda í Kerlingardal og hins vegar Guðfinnu Jónsdóttur, húsfreyju í Kerlingardal. Einar lést árið 1855 og stuttu eftir andlát hans er Guðfinna skráð vinnukona í Kerlingardal. Hún giftist nokkrum árum síðar syni Einars, Þorsteini Einarssyni, en Guðfinna lést 1865. Líkræðurnar eru með hendi séra Magnúsar Hákonarsonar og sömuleiðis eftir hann. Loks er aftast erfikvæði yfir Eyjólfi Þorsteinssyni bónda (síðast á Steig), líklega einnig með hendi Magnúsar. Utan um líkræðurnar, grafskriftirnar og erfikvæðið er blað sem hefur áður verið utan um sendibréf og er nafn Guðríðar Einarsdóttur þar. Hún var dóttir Einars og Sigríðar og því hálf systir Þorsteins Einarssonar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
26 + 19 blöð (160 mm x 100 mm).
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur; þekktir skrifarar:

Páll Pálsson stúdent

Magnús Hákonarson

Band

Innbundið að mestu.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, skráð á 19. öld.
Aðföng

Lbs 2364-2378 8vo keypt á áramótum 1931-1932 úr dánarbúi Hannesar Thorsteinssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 332.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 20. mars 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn