Skráningarfærsla handrits

SÁM 118

Handbók um ýmis efni ; Ísland, 1800-1850

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-95v )
Handbók um ýmis efni
Athugasemd

Það vantar aftan af bókinni. Ekki er vitað með vissu hvort eitthvað vantar framan af henni.

Þetta er sennilega þýðing úr þýsku máli sbr. t.d. Tak mosa af einum Todenkopft (dauðakolli) (sjá blað 43r).

Eftirfarandi er upplistun sem grundvölluð er á grófri flokkun skrásetjara á helstu efnisþáttum og hvar þá er að finna í handritinu. Í athugasemdum verður vitnað í þá efnisþætti sem lesa má um í hverjum hluta fyrir sig.

1.1 (1v-6r)
Málminnihald í bergi; aðferðir og greining
Titill í handriti

Bergverk að prófa; hvað fyrir málmur það sé og hvörsu mikið það hafi inni að halda.

Upphaf

Ef þú heldur að það sé mjög málmríkt …

Niðurlag

… og því eldri sem hún verður, þess betur heldur hún.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Bergverk að reyna með öðru móti (1v-2r); Að prófa málm með ennþá öðru móti ( 2r-v); Málm- og bergverk að reyna með litlum kostnaði (2v-3r); Allslags málmbergverk að reyna með litlum kostnaði og fljótt (3r-4r); Málmberg að þekkja af þess litarhætti (4r-4v); Hvörnenn fara skal að því að ræsta og vaska bergverk undir prófunina þegar þess þarf (4v-5r); Hvörninn deiglur skulu vera tilbúnar og af hvaða efni.

1.2 (6r-12v)
Gull, silfur, fílabein, gler og vatn
Titill í handriti

Að gjöra fagurhvítt silfur

Upphaf

Tak vinstrin, myl hann smátt …

Niðurlag

… legg þú það einn mánuð í salt. Þá er kúnstin búin.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Silfur að sjóða svo hreint verði utan (6v); Silfur smíðandi að gjöra (6v-7r); Gull og silfur að sjóða svo það hafi réttan lit (7r-8r); Fílabein að tilbúa (8v-9r); Annar máti til sama (9r-9v); Allslags stein blautan að gjöra (9v-10v); Stein eða glas heilt að gjöra (10v-11r); Að gjöra eitt ósteint glas svo mjúkt sem dúk (11r-v); Glas að bleyta (11v-12r); Vatn að tilbúa til að bleyta með alla hluti (12r); Hvörnenn maður skal steypa horn (12r-v); Fílabein og önnur bein mjúk og blaut að gjöra (12v).

1.3 (12v-14v)
Járn og stál
Titill í handriti

Ein góð hersla

Upphaf

Tak mannshland, lát það í nýjan pott, …

Niðurlag

… því lengur, því meir.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Járn og stál sem allra harðast að gjöra ( 13r); [H]nífar(!) eða öxi að herða svo að á járn bíti (13v); Eina skrift eða nokkuð annað á stál eða járn að láta inni etast (13v-14r); Járn og stál í gegnum að eta (14r-v); Ein önnur áta í járn (14v).

1.4 (14v-15r)
Kerti
Titill í handriti

Kerti að tilbúa sem logar í vatni

Upphaf

Láttu drjúpa nokkra brennisteinsdropa …

Niðurlag

… maður ekki slökkt það.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Kerti að smíða sem ekki verður slökkt (15r).

1.5 (15r-15v)
Skrift
Titill í handriti

Skrift að gjöra sem hvör einn kann ekki að lesa

Upphaf

[… …] og hell nokkru víni þar saman við …

Niðurlag

… og skrifa þar með .

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Eina fagurt glansandi skrift að gjöra eins og gull (15v).

1.6 (15v-17v)
Hár
Titill í handriti

Ein(!) góð(!) hlut til að gjöra hár sitt gullfarvað með

Upphaf

Tak stykki af rabbabara …

Niðurlag

… þá fellur hárið í burt.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Önnur smyrsl til sama (16r); Eitt annað fallegt heimuglegt konststykki sem á fáum dögum gjörir yfirmáta fagurt hár sem glóir eins og gull er líka nytsamlegt fyrir höfuðið (16r-v); Hár hvítt að gjöra (16v); Hár svart að farva (16v-17r)Hár varandi að gjöra (17r); Góð smyrsl til að eta í burtu hár (17v).; Hár af augabrám að eta (17v).

1.7 (17v-19v)
Næturráð
Titill í handriti

Um nótt að sjá sem um dag

Upphaf

Um vilja segja, að þegar maður ber á augun blóð …

Niðurlag

… hvar sem vera kann á nótt né dag.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Hvörninn maður á nætur án ljóss skrifa og önnur verk vinna kann (17v-18r); Að einn kristall lýsi um nótt eins og ljós (18r-v); Að mann dreymi um nætur hvað við hann skal fram koma (18v-19r); Að maður sé ekki myrkfælinn um nætur, né einsamall staddur (19r-v).

1.8 (20r-25r)
Ýmis ráð
Titill í handriti

Að opinbera forgift yfir borðum í mat og drykk

Upphaf

Settu einn bikar sem gjörður er …

Niðurlag

… það er líka gott

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Eina skrift að gjöra á líkama manns sem ekki fer af (20r); Að ganga og mæðast ekki (20v); Drykkjarílát að tilbúa eins og það væri úr silfri gjört (20v); Visst að skjóta (21v); Að tilbúa glugga úr pergamentsskinni (21v); Einn fallegan eir[h]níf að tilbúa (22v); Að heitt járn brenni þig ekki (22v-23r); Að eldur brenni þig ekki (23r); Að skjóta hvað þú vilt (23r); Að maður einhvörn ekki séð geti (23r-v); Að maður einhvörn ekki yfirunnið geti (23v); Pulver að deyða (23v-24r); Að enginn hundur gelti að þér (24r); Að koma tjörublettum úr klæðum og fötum (24r-v);Einn forryðgaðan pening fagran að gjöra (24v-25r); Eitt gillini þungt að gjöra (25r).

1.9 (25r-26v)
Meindýravarnir
Titill í handriti

Flær burt drífa

Upphaf

Nudda þú þig í malurtarsaft …

Niðurlag

… það er líka gott

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Flóm saman að safna (25r); Lýs að fordrífa (25v); Mý og flugur burtu að drífa (26r); Eldflugur og mýbit gjöri hrossum ekkert mein (26r).

1.10 (26v-27v)
Dýrahald
Titill í handriti

Að refir fylgi þér hvört sem þú vilt

Upphaf

Legg þú refslifur í edik …

Niðurlag

… ef hann makar líkama sinn allan í leonsfeiti.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Hvörninn maður skal gjöra ljósan hest stjörnóttan með svartri stjörnu (27r); Brúnan hest ljósan að gjöra (27r-v);Að taka svart eyra af brúnum hesti og setja það á ljósan hest (27v-28r).

1.11 (28r-30r)
Landbúnaður; hagnýt ráð
Titill í handriti

Náttúrleg meðöl á móti skrugguslögum

Upphaf

Physici eða náttúruspekingar segja að fyrir skrugguslagi …

Niðurlag

… sem hann með besta áburði hefur taldur verið.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Að vita nær eftirkomandi verður vel sprottið (29v); Að einn ávöxtur vel vari (30r); Akur að teðja án mykju (30r).

1.12 (30r-32r)
Hænan og eggin
Titill í handriti

Að ein hæna kvaki á steikarateininum

Upphaf

Tak kvikasilfur og láttu það í einn …

Niðurlag

… þá verður skurnin hörð og eggið lýkt einu náttúrlegu eggi.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Egg í köldu vatni að sjóða (30v); Að kokka egg í hendi sér (30v); Að koma einu hrosshári í eitt egg svo að maður sjái ekki hvörninn það hefur þar í komist (30v-31r); Að eggin berist sín á milli við eldinn (31v); Að tilbúa svo stórt egg sem mannshöfuð (31r-32r).

1.13 (32r-33v)
Tré
Titill í handriti

Tré með margslags lit að farva

Upphaf

Að morgni snemma tak ferskt hrossatað …

Niðurlag

… þar með svo sem fyrr er sagt.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Að tilbúa ebenholt svo að það verði líkt einu náttúrlegu ebenholtstré (32v-33r); Eitt kostulegt lím að tilbúa til að líma á snöggu bragði þegar brátt liggur við … (33v).

1.14 (34r-37r)
Járn og stál
Titill í handriti

Járn og stál blautt að gjöra

Upphaf

Tak þá hvítu sveppi sem vaxa á skarnhaugum í maímánuði (Gorkúlur) …

Niðurlag

… og skrifa þar með.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Járn, stál eða annan málm svo að tilbúa að maður þar í grafa, stinga eða skera kunni (34v-35r); Járn svo að tilbúa að maður geti steitt það og mulið (35r-v); Járn að bræða (35v); Stál og járn sem harðast að tilbúa (35v); Ein önnur yfirburðagóð hersla (35v-36r); Hnífa og önnur tól að tilbúa svo að á járn bíti sem blý væri (36r-v); Bor að herða svo megi með hönum járn í gegnum bora (36v); Að eitt járn bíti á annað (36v); Að járn glói sem það kopar væri (36v-37r); Járn með drath(?) sundur að saga (37r).

1.15 (37r-v)
Steinar og bein
Titill í handriti

Að gjöra einn stein svo seigan sem leður

Upphaf

Tak einn hvítan …

Niðurlag

… þess mjúkara verður það.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Bein að bleyta (37r).

1.16 (37v-38v)
Gler
Titill í handriti

Glas blautt að gera

Upphaf

Þegar þú leggur glas í vatn það sem af mannsblóði er …

Niðurlag

… þá verða þau aftur heil og styrk.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Glas að herða sem járn svo að það brotni aldrei framar (38r); Gler eða glas að sundurskera … (38r); Brotin glös aftur saman að líma (38r-v).

1.17 (38v-43r)
Eldur og ís
Titill í handriti

Grískan eld að tilbúa

Upphaf

Tak viðarkol, hreint salt, brennivín, brennistein, bik, …

Niðurlag

… sem maður blæs þar á.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Logandi ljós að tilbúa undir vatninu (38v-39r); Eldi í loft að kasta (39r-v); Að kveikja svo á snýtuklút að hann logi en brenni ekki (39v); Að eldur fari upp úr einum vatnsfullum bikar (39v-40r); Eldverk sem undir vatni logar og þess meira vatni sem þú hellir þar á, þess meira logar það (40r-v); Að kveik[j]a á vatni (40v); Eld undir vatni að tilbúa (40v-41r); Einn kostaryngul(?) að tilbúa, þann sem logar sem ljós (41r-v); Logandi ljós með einum snjóhnetti að gjöra (41v); Að láta ís frjósa svo fast við borðið að maður nái hönum ekki þaðan fyrr en hann er öldungis bráðnaður (41v-42r); Að geyma ís allt sumarið (42r); Eitt ljós á vegg að kveikja (42r).

1.18 (43r-44r)
Töfrar
Titill í handriti

Þegar byssa er töfruð fyrir manni

Upphaf

Tak mosa af einum Todenkopft (dauðakolli) …

Niðurlag

… standi einmitt á glasið.

1.19 (44r-46r)
Perlur og steinar
Titill í handriti

Gamlar perlur að uppyngja

Upphaf

Þegar perlur eru orðnar gamlar, gular og rústaðar, þá skal maður stinga þeim í deig …

Niðurlag

… einn hvítan, svartan og einn rauðan.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Að tilbúa eðalsteina svo að þeir séu þeim réttu líkir (44v); Eðalsteina að bleyta svo að maður geti skorið þá eins og ost og lagað þá í hvaða form sem maður vill og hert þá síðan strax aftur (45r-v); Eðalsteina glansandi að gjöra (45v); Maursteins að leita (45v); Svölusteins að leita (45v-46r).

1.20 (46r-48v)
Ekki er allt sem sýnist
Titill í handriti

Að gjöra regnboga á vegg

Upphaf

Mi[.]aldus skrifar að …

Niðurlag

… það er bæði list of furða á að sjá.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Herbergi eða hús að láta svart sýnast (46v); Eitt annað til þess að allir hlutir sýnist ýmist svartir eða grænir við ljósið um nætur (46v); Að tilbúa eitt svart bréf sem þá maður leggur á hvítan pappír og skrifar þar á … að það sýnist þá sem það væri með bleki skrifað (47r); Að bikar eða drykkjarmál festist við munn manns (47r); Að úr mörgum stykkjum kjöts verði einasta eitt (47v-48r); Að láta pétursseljujurt vaxa í bragði (48r-v); Gull úr blýi að tilbúa (48v-49v).

1.21 (49v-52v)
Af ýmsu tagi
Titill í handriti

Eldsneyð að afvenda

Upphaf

Tak eina svarta hænu úr hreiðrinu, að morgni eða kveldi, sker af henni hálsinn og kasta á jörð …

Niðurlag

… til þeirrar brúkunar að koma ryði af járni.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Um kertasteyping (50v-52r); Ein ágæt konst til að halda hreinum byssum og sverðum (52r); Að koma ryði af járni (52r-v).

1.22 (52v-64r)
Litafræði
Titill í handriti

Um allrahanda rauðan farva

Upphaf

Tak tært vatn og hell því …

Niðurlag

… og strjúk þessum farva á, hann fer vissulega ekki af.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Menju að tilbúa (52v-53r); Rauðan farva að tilbúa (53r-v); Að flórera (blóma) með Zinobere (53v); Zinober að tempra til bókstafsgjörðar (53v-54r); Rósarfarva að tilbúa (54r-v); Að farva eða mála gult á gluggagler (54v); Lín gult að farva (54v-55r); Spansgrænu að tilbúa (55r-v); Eitt annað auðveldara (55v); Fagurgrænn farvi (55v-56r);Fagurblár farvi (56r-v); Góðan Lasur farva að tilbúa (56v); Lasur farva að tilbúa (56v-57r); Ljósblátt að gjöra (57r-v); Hvít-grár eða ljósgrár farvi (57v); Hvorki blátt né grátt (57v-58r); Um laufgrænan farva (58r); Að skrifa eins og það væri gjört með silfri eða gulli (58r-v); Rautt að farva (58v-59r); Svartan líndúk að farva (59r); Skinn blátt að farva (59r-v); Eitt annað til að farva með blástein (59v-60r); Einn fljótlegur rauður tilbúningur (60r-v); Svo að leður verði ekki aftur hart þá það er smurt (60v); Vilji maður gærur lita með einhvörjum farva (61r); Skinn eða gæru rauða að farva (61r-62r); Góður blár farvi á gærur (62r-v); Rautt leður að farva (62v); Blátt leður að farva (63r); Þá maður vill leður farva (63r); Svart leður að farva (63v); Góða sortu að tilbúa (63v); Hvörnenn maður skal trésmíði græna farva (64r).

1.23 (64r-95)
Eðalsteinar
Titill í handriti

Um eðalsteina og þeirra háttalag; Arnarsteinn

Upphaf

Aëtites eða Arnarsteinn er sívalur, ílangur og holur steinn …

Niðurlag

… er ekki eins skildings virði.

Athugasemd

Í þessum hluta má lesa um: Um malchytenstein (66r-v); Um amethistenstein (66v); Um hyacynthstein (66v-67v); Um safírstein (67v-68v); Um ehalcedonierstein (68v); Um schmergelstein (69r); Um smaragðusstein (69r-70v); Um jaspisstein (70v-72r); Um svölustein (72r-74r); Um rubinstein (74r); Um krystalstein (74v); Um sigurstein (74v-76r); Um demantstein (76r-78v); Um onyxstein (78v-79v); Um blóðstein (79v-80r); Um topaciusstein (80r-v); Um turkisstein (80v-81v); Um alpstein (81v); Um achatstein (82r-83v); Um agatstein (83r-85r); Um spinnenstein (kóngulóarstein) (85r);Um kreolenstein (pöddustein) (85r-86v); Um slöngustein (86v-87r); Um hanastein (87r-v); Um speckstein (87v-88r); Um magnet eða segulstein (88r-89r); Secundus Magnes (Annar segulsteinn) (89r-v); Um granatenstein (90r); Um Helitropionstein (90r-v); Um opalusstein (90v-91v);Um steininn Lazuli (91v); Lapis Vitalis eður lyfsteinn (91v-93v); Til að þekkja eðalsteina frá fölskum (93v); Að ná þeim steini sem maður fær allt með að vita. (94r); En viljir þú ná þeim steini sem fjötur leysir (94r); Merk.(?) (95r)

1.24 (49v-52v)
Lása að smyrja
Titill í handriti

Lása að smyrja

Upphaf

Þegar maður vill smyrja smáar eða stórar byssur …

Niðurlag

… Þegar þú slátrar einu nauti, þá skaltu…

Athugasemd

Endar óheil.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
95 blöð (168-170 mm x 100-103 mm).
Tölusetning blaða

Blöð tölusett af skrásetjara 1-95.

Kveraskipan

Tólf kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 89-95, 3 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 145-150 mm x 75-80 mm.
  • Línufjöldi er ca 19-21.

Ástand
.

Vantar aftan af handritinu (hugsanlega framan af því líka). Blöð eru notkunarnúin, aftara kápuspjald brotið og meiri hluti pappírsklæðningar er horfinn af viðarspjöldunum; kjölur hefur losnað af og fylgir handritinu í umslagi; þrír bómullarþvengir eru þræddir í bókarspjöldin og í þá eru kverin fest.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur og skriftin fljótaskrift.

Skreytingar

Fyrirsagnir eru með stærra og settara letri en annars er á textanum (sjá t.d. blöð 40v-41r).

Band

Band (175 mm x 113-115 mm x 25 mm): Tréspjöld hafa upphaflega verið klædd með pappír: kjölur úr skinni er meðfylgjandi (sjá nánar: Ástand og Fylgigögn).

Fylgigögn

Umslag sem fylgir með handritinu hefur að geyma tvö umslög og bókarkjöl:

  • 1) Í öðru umslaginu eru pappírsleyfar eða rifrildi sem sennilega hafa verið hlutar af klæðningu kápuspjaldanna að innanverðu.

    • a) Á einum má sjá ártalið 1806.
    • b) Á öðrum er ártalið 1816.
    • c) Og á þeim þriðja 1845.
    • d) Mögulega má greina nafnið Guðmundur Kristj[ánsson] á þeim fjórða.
    • e) Á þeim fimmta sem gæti verið hluti sendibréfs má lesa undirskriftina Árni Daníelsson.
    • f) Á Sjötta miðanum sem er sennilega upphaf fyrrnefnds sendibréfs kemur fram að það er Kærleiksheilsan til manns sem ávarpaður er: Velforstöndugur heiðursmaður , elskulegur […]. Guð gefi yður allar stundir til lukku og blessunar bæði fyrir sál og líf. Aftan á blaðinu stendur Köllun þín Davíð og þar má einnig lesa nafnið Gunnlaugur.

  • 2) Í hinu umslaginu er sendibréf.

    • Utanáskriftin er: Miss Hallfríður Húnfjör[ð], Markerville, Al[berta](?) og efst í vinstra horni stendur From West Selkirk, Brot 400 man. Aftan á umslaginu stendur

      Útgjöld.,

      G. E. Johnsen $ 20.15

      5.25

      E. Jónsson 5.00

      J.Q. Olsen(?) 10.00

    • Sendibréfið er dagsett í Selkirk 29. nóvember 1925 og undir það skrifar Kristín Bjarnadóttir. Hallfríður Húnfjörð virðist vera frænka hennar því Kristín ávarpar viðtakanda: Kæra frænka.

  • 3) Meðfylgjandi er einnig bókarkjölur úr leðri; hann hefur verið dekktur og sjá má merki um bókarþvengina í leðrinu (sjá: Ástand).
  • Þurrkuð blóm eru á milli blaða 16v-17r.

.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er sennilega skrifað á Íslandi á fyrri hluta nítjándu aldar (sjá: Fylgigögn, Skrift).

Ferill
Ekkert er vitað um feril handritsins annað en að það gæti hafa verið í eigu Hallfríðar Húnfjörð í Markerville, Canada (sjá nánar: Fylgigögn).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði 9., 12. og 13. desember, 2010.

Lýsigögn