Skráningarfærsla handrits

SÁM 113

Rímur ; Ísland, 1814-1897

Titilsíða

Rímur af Helga hvassa, Hræreki slöngvanbauga, Ívari víðfaðma, Haraldi Hilditönn og Brávallabardaga, eftir Árna Böðvarsson .

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-35r (bls. 1-69))
Brávallarímur
Titill í handriti

1ta ríma

Upphaf

Tvíblinds hallar turna frí …

Niðurlag

… unni runnar bata.

Athugasemd

Tíu rímur; (sjá nánar: Rímnatal 1966: 91).

Blað 1v er autt.

Efnisorð
2 (35r-54v (bls. 69-106))
Geiplur
Titill í handriti

Geiplur Gísla Konráðssonar. 1ta ríma

Upphaf

Fyrir kveða Geiplur gest …

Niðurlag

… við þeim nú.

Athugasemd
Efnisorð
3 (54v-73v (bls. 106-144))
Rímur af bardaga þeim, er Haraldur konungur Sigurðsson féll í á Englandi
Titill í handriti

Rímur af bardaga þeim er Haraldur konungur Sigurðarson harðráði féll í á Englandi eftir B. L. Blöndal. 1ta ríma

Upphaf

Mansöngsvísur mun eg ei mönnum lengi bjóða …

Niðurlag

… krýndir síðan báðir.

Athugasemd

Fimm rímur; hndr. Lbs. 2668 8vo, Lbs. 2749 8vo, Lbs. 3330 8vo (ehndr.), Lbs. 3332 8vo; ÍBR 143 8vo (sjá nánar: Rímnatal 1966: 204).

Efnisorð
4 (73v-103v (bls. 144-204))
Rímur af Gríshildi góðu
Titill í handriti

Rímur af Gríshildi góðu. 1ta ríma

Upphaf

Valentínus hilmir hét …

Athugasemd

Átta rímur; ortar fyrir Árna Helgason, Brekku í Norðurárdal ; hndr.: ehndr. Lbs. 370 4to, Lbs. 1670 4to, Lbs. 1978 4to (sjá nánar: Rímnatal 1966: 177); einnig: SÁM 76.

Efnisorð
5 (104r-112v (bls. 205-222))
Rímur af Ormari Framarssyni
Titill í handriti

Rímur af Ormari Framarssyni eftir Sigurð Jónsson á Hvalsá. 1ta ríma

Upphaf

Hvað skal segja, á ég að …

Niðurlag

… lengi góður friður.

Athugasemd

Tvær rímur; ortar 1833; hndr.: Lbs. 1632 4to, Lbs. 790 8vo, Lbs. 1106 8vo (sjá nánar: Rímnatal 1966: 370-371).

Efnisorð
6 (113r-v (bls. 223-224))
Tumi hornabrjótur
Titill í handriti

Tumi hornabrjótur

Upphaf

Þjóð má breiða því við heyrn…

Niðurlag

… heyri eg suma kenn hann.

Athugasemd

Kvæðið er sennilega eftir Gísla Gíslason yngri (að sögn Gísla Skarphéðinssonar; sjá: Feril).

7 (79r-80r (bls. 157-159))
Ríma af Hróaldi
Titill í handriti

Ríma af Hróaldi

Upphaf

Lukkan mér ei lánast snjöll …

Niðurlag

… heim í naustið þagnar.

Athugasemd

Þrettán erindi.

Blað 80v er autt.

Ríma af Hróaldi er einnig í SÁM 101.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 114 blöð (176 mm x 110 mm).
Tölusetning blaða

Upprunalegt blaðsíðutal: 1-224. bls. 82-83 eru tvíteknar; bls. 225-226 (bls. 227-228 ef mið er tekið af tvíteknu bls.) eru auðar og ónúmeraðar.

Blöð eru tölusett af skrásetjara með blýanti: 1-114.

Kveraskipan

Fjórtán kver.

  • Kver I: blöð 1-9, 4 tvinn
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-74, 5 tvinn.
  • Kver X: blöð 75-82, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 83-90, 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 91-98, 4 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 99-106, 4 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 107-114, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 150-155 mm x 85-95 mm.
  • Línufjöldi er ca 24-28.

Ástand
.

  • Marmarpappír á kápuspjöldum er trosnaður af að hluta. Líndúkur á kili er snjáður.
  • Blettir eru víða á blöðum.

Skrifarar og skrift

Með hendi GÍsla Gíslasonar, sonar Gísla Gíslasonar prests í Vesturhópshólum; snarhönd

Skreytingar

Á titilsíðu er titill fyrstu rímunnar skrifaður með fylltum stöfum (sjá blað 1r).

Fyrirsagnir og fyrsta lína rímu (o.fl.) eru með stærra letri en annars er á textanum (sjá t.d. blöð 2r og 12r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á fremra saurblaði rekto og verso er stimpill: Þ. K. Björnsson.

Band

Band (180 mm x 115 mm x 22 mm): Pappaspjöld eru klædd marmarapappír; líndúkur er á kili.

Handritið liggur í grárri pappaöskju.

Fylgigögn
  • Útprentun úr gagnasafni mbl.is, laugardaginn 11. febrúar, 1989: Minningargreinar. Minning Steinvör Gísladóttir, Ísafirði.
  • Tíminn 100 tbl., 6. maí 1952, bls. 3: Íslendingarþættir. Sjötug: Jónína Jónsdóttir, Krossnesi.
  • Hvítt blað (A4) með ýmsum upplýsingum um innihald, eignarhald og feril.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á tuttugustu öld.

Ferill
Skrifarinn Gísli Gíslason stúdent, sonar Gísla Gíslasonar prests í Vesturhópshólum var giftur Vatnsenda-Rósu. Gísli Þorleifsson (Þórarinssonar), sonur Steinvarar Gísladóttur yngra (skrifarans?), gaf Gísla Skarphéðinssyni (f. 11. júní 1944), dóttursyni sínum handritið (foreldrar Gísla eru Steinvör Gísladóttir yngri (hún var fædd 1920, dáin 1989) og Skarphéðinn Njálsson).
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið þann 20. apríl 2010 með milligöngu Kvæðamannafélagsins Iðunnar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn