Skráningarfærsla handrits

SÁM 105

Rímur ; Ísland, 1850-1896

Titilsíða

Rímur af Hektori og köppum hans, orktar af Árna Sigurðssyni á Skútum 1833.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-78v (bls. 1-156))
Rímur af Hektor
Titill í handriti

1. ríma, ferskeytt

Upphaf

Troju þegar breiða borg …

Niðurlag

… gæða kransinn skíni.

Athugasemd

Fjórtán rímur; ortar 1833 fyrir Þórdísi Arngrímsdóttur ( Rímnatal 1966: 215-216).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
78 blöð (167-170 mm x 103-105 mm).
Tölusetning blaða

Upprunalegt blaðsíðutal: 1-156; blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-78.

Kveraskipan

Tíu kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73-78, 3 tvinn.
Númer kvers er tilgreint með viðeigandi tölugildi innan sviga á neðri spássíu við upphaf kvers (sbr. (2) sjá blað 9r, (3) sjá blað 17r o.s.frv.). Kver I er ónúmerað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 135-140 mm x 80-85 mm.
  • Línufjöldi er ca 20-23.
  • Kver eru númeruð (sjá nánar: Kveraskipan: Aths.).

Ástand
.

  • Blöð 19-22 eru laus úr bandinu.
  • Pappaspjöld utan um kápuna eru snjáð og skítug.

Skrifarar og skrift

Með einni hendi; skrifari sennilega sá sami og líklega skrifar SÁM 104, þ.e. Jón Jóhannesson í Hleiðrargarði (skriftin virðist sú sama og kveraskipting er með sama hætti og í SÁM 104); snarhönd.Hugsanlega sami skrifari sem skrifar SÁM 104 SÁM 105 og SÁM 108.

Skreytingar

Fyrirsögn og fyrsta lína rímu er með stærra letri en annars er á textanum (sjá t.d. blöð 9v og 44r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band (170 mm x 108 mm x 11 mm): Kverin eru saumuð í þunn blá pappaspjöld sem klædd eru að innan með samskonar pappír og er í skrifpappírnum. Rifinn merkimiði (upphaflega hvítur) er á fremra spjaldinu en þar má sjá (ógreinilega) móta fyrir merkingu: J[.. ............] (Jón Jóhannesson?)

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 98, 99, 100, 101, 102, 103, 104 og 106.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi sennilega á síðari hluta nítjándu aldar (?) (Jón Jóhannesson, Hleiðrargarði1896 (sbr. http://www.herak.is/static/files/Skjalaskrar/H%20skrar/H-11.pdf)) .

Ferill
Handritið er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 221 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn). Það var í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar (sjá: Spássíugreinar og aðrar viðbætur).
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Safnmark
  • SÁM 105
  • Efnisorð
  • Rímur
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn