Skráningarfærsla handrits

SÁM 97

Rímur ; Ísland, 1850-1899

Innihald

1 (1r-13v)
Rímur af Grími Jarlssyni
Titill í handriti

Rímur af Grími Jarlssyni. Fyrsta ríma

Upphaf

Fálkinn Óma flýgur enn …

Niðurlag

… álfar góðir virði.

Athugasemd

Fjórar rímur (sjá nánar Rímnatal 1966: 174).

Efnisorð
2 (14r-17v)
Rímur af Alexander og Loðvík
Titill í handriti

Rímur af Alexander og Loðvík

Upphaf

Þundar eðli árgalans …

Niðurlag

… árgalann nauð blakka.

Athugasemd

Alls eru rímurnar átta (sjá Rímnatal 1966: 513) en hér endar uppskriftin óheil; í henni er aðeins mansöngur og upphaf fyrstu rímu (það vantar í handritið (sjá: Tölusetning blaða)).

Rímurnar eru ortar 1763 fyrir Jón Árnason sýslumann á Ingjaldshóli (sbr. Rímnatal 1966: 16-17).

Efnisorð
3 (17r-29v)
Rímur af reisusögu Eggerts Ólafssonar 1768
Höfundur

Árni Þorkelsson

Titill í handriti

Rímur af reisusögu vísilögmanns Eggerts Ólafssonar 1768, kveðnar af Árna Þorkelssyni. Fyrsta ríma

Upphaf

Suðra renni eg súðar hind …

Athugasemd

Tvær rímur (sjá nánar Rímnatal 1966: 398).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
30 blöð (168-170 mm x 110-112 mm).
Tölusetning blaða
Upprunalegt blaðsíðutal: 1-32 og 41-52 (blaðsíða 12 er tölusett nr. 10 (hefur ekki áhrif á eftirfarandi blaðsíðutal), 16 er sleppt úr blaðsíðutalinu og 26 er tvítekið; 33-40 vantar og bls. 53-68 eru ótölusettar).

Blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-30.

Kveraskipan

Sex kver.

  • Kver I: blöð 1-6,3 tvinn.
  • Kver II: blöð 7-14, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 15-18, 2 tvinn.
  • Kver IV: blöð 19-22, 2 tvinn.
  • Kver V: blöð 23-26, 2 tvinn.
  • Kver VI: blöð 27-30, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140 mm x 80-90 mm.
  • Línufjöldi er ca 25-34.

Ástand
.

  • Bandið hefur látið verulega á sjá og þarfnast viðgerðar.
  • Handritið er laust inni í pappakápu en kjölur úr leðri er rifinn frá að hluta og efsta hluta hans vantar - klæðning spjalda er einnig tekin að gefa sig. Leður hefur sennilega einnig verið á hornum, sbr. ummerki á pappírskápu.
  • Blöð eru blettótt og notkunarnúin.

Skrifarar og skrift

Tveir óþekktir skrifarar; sprettskrift, kansellískrift.

Skreytingar

Fyrirsagnir og fyrsta lína rímu eru með stærra letri og settara en annars er á textanum (sjá t.d. blöð 7r og 14r). Fyrirsögnin á blaði 14r er fyllt með rauðum lit og fyrsta lína textans er rituð með svörtum fylltum stöfum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á fremra kápuspjald innanvert hefur titillinn Alexander og Loðvík verið skrifaður með blýanti.
  • Samanbrotin pappírsörk sem heldur utan um kverin (sjá: Band), er þéttskrifuð skriftaræfingum. Forskrift virðist vera gefin fyrir hverja línu við vinstri spássíu og síðan fyllt í línurnar eftir henni. Á aftasta blaði 30v standa nöfnin: Hallgrímur Hallgrímsson, Jósep Jónsson, Árni Jónsson, Jón Jónsson, Kristján og klausan Þorbjörg Katrín Benediktsdóttir á þetta kver. .

Band

Band (183 mm x 110 mm x 7 mm) er líklega frá síðari hluta 18. aldar. Kverin eru saumuð inn í samanbrotna pappírsörk. Utan um pappírskverið er band af annarri bók. Pappaspjöld eru klædd með pappír (marmaralíki). Brúnt skinn með gyllingu er á kili. Á kili stendur VORHUGV (sjá nánar: Ástand).

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 91,92, 93, 94, 95 og 96.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var sennilega skrifað á Íslandi, á síðari hluta 18. aldar.

Ferill
Handritið er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 213 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn). Það var í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar en annars er lítið vitað um feril þess fyrir utan það sem hugsanlega má ráða af nöfnunum á blaði 30v (sjá nánar: Spássíugreinar og aðrar viðbætur).
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Safnmark
  • SÁM 97
  • Efnisorð
  • Rímur
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn