Skráningarfærsla handrits

SÁM 61 e

Gögn úr búi Jóhanns Sigurjónssonar skálds - Mörður Valgarðsson (uppkast) ; Danmörku, 1915-1917

Tungumál textans
íslenska (aðal); enska

Innihald

1 (1r-77r)
Lyga-Mörður
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Upphaf

… Ekki veit ég hvor okkar er hugaðri …

Niðurlag

… Sama fór það fyrir móður þinni og konu Gunnars. Hvorug þeirra hélt að …

Athugasemd

Uppskriftin hefst í fyrri hluta annars þáttar þar sem sagt er í útgáfu leikritsins að Helgi reiðist og segi: Ég veit ekki hvor okkar er hugrakkari … (sbr. Jóhann Sigurjónsson 1980: 107) og hún endar í fyrra atriði fimmta þáttar (sbr. Jóhann Sigurjónsson 1980: 152-153) þar sem Njáll hefur málið: Hefndin er eins og lóð … Þannig varð það hjá móður þinni og Hallgerði konu Gunnars. Hvorug þeirra taldi sig ósanngjarna …

Á fimm ónúmeruðum blöðum sem á eftir koma er efni sem tengist leikritinu.

Stórir blekblettir eru á fyrstu tveimur blöðunum og úr þeim hefur trosnað við vinstri jaðar.

Blöðin (A4) eru ýmist línustrikuð (25 línur) eða rúðustrikuð. Blöð (A5) 75r-77v eru rifin úr stílabók, með 24 áprentuðum línum. Næstefsta línan er rauð og rauðar lóðréttar línur mynda tvo dálka sitthvoru megin.

Skrifað er beggja vegna á blöðin; oftar eru þó versó-síður auðar.

Efnisorð
2 (77v)
Sendibréf
Höfundur

Jóhann Sigurjónsson

Upphaf

Dear Sir. Your letter from 5th June arrived just now; made me very happy …

Niðurlag

… Yours faithfully … Jóhann Sigurjónsson.

Athugasemd

Bréfið er yfirstrikað og leiðréttingar eru gerðar milli lína.

Tungumál textans
enska
3 (78r-79r)
Átjándu aldar annáll
Upphaf

… holdsveikur maður. Svakamenni (?) 1747. Þjófur hengdur fyrir stuld. 1748. Stúlka lést hafa vitranir og mæla við engil …

Athugasemd

Það vantar greinilega framan við uppskriftina. Á blaði 78 eru atburðir raktir í tímaröð frá árinu 1747-1803. Á blaði 79r er greint frá tveimur atburðum - annars vegar er getið um eldgos 1783 í Austur-Skaftafellssýslu og hins vegar um gos í Kötlugjá 1755-56.

Blöð 79 og 80 eru tvinn sem myndað er úr sams konar blaði og meginhluti uppskriftarinnar er skrifuð á.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
80 blöð (A4).
Tölusetning blaða
Blöð eru tölusett 58-131; átta eru ótölusett
Ástand

  • Stórir blekblettir eru á fyrstu tveimur blöðunum og úr þeim hefur trosnað við vinstri jaðar.

Skrifarar og skrift

Jóhann Sigurjónsson; snarhönd (ekki mjög læsileg).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Mikið er um yfirstrikanir og leiðréttingar sem skotið er inn á milli lína.

Band

Óbundið; um laus blöðin er hvít pappírskápa.

Handritið er í öskju með SÁM 61 a-d.

Fylgigögn

  • Gjafabréf í umslagi (tvö blöð (A4)) frá 12. desember 1996. Bréfið er frá Sveini Einarssyni og í því greinir hann frá innihaldi handritanna SÁM 61a-e.
  • Kort í ómerktu umslagi frá Sigurði Nordal til Sveins Einarssonar þar sem hann arfleiðir Svein að gögnunum.
  • Vélritaður miði sem á stendur: Gjöf frá Sveini Einarssyni 12. desember 1996

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Danmörku ca 1915-1917 Jóhann Sigurjónsson var fæddur 1880 á Laxamýri. Eftir hann liggja ljóð, leikrit, smásögur og ævintýri. Meðal frægustu verka hans eru Fjalla-Eyvindur, Galdra-Loftur, Mörður Valgarðsson, Bóndinn á Hrauni og Rung læknir.

Handritið sem er í fimm hlutum (SÁM 61 a-e) varðveitir aðdráttarkompur skáldsins, sem geyma margvíslegan fróðleik um vinnubrögð hans og þróunarferil einstakra skáldverka, t. d. Bóndans á Hrauni, Fjalla-Eyvindar og Marðar Valgarðssonar(sbr. gjafabréf Sveins Einarssonar).

Jóhann Sigurjónsson dó 1919 (sjá Gunnar Gunnarsson 1980: 7-75 ).

Ferill

Sigurður Nordal fékk handritið að gjöf 1920 frá Ingeborg Sigurjónsson ekkju skáldsins.

Sigurður Nordal gaf síðan Sveini Einarssyni handritið og frá honum er það komið til Stofnunar Árna Magnússonar (sbr. gjafabréf).

Aðföng

Stofnunin fékk handritið afhent 12. desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið samkvæmt reglum TEIP5, 19. nóvember 2010.

Við skráningu var stuðst við eftirfarandi heimildir: Jóhann Sigurjónsson, Ritsafn I-III 1980, Gunnar Gunnarsson, formáli 1980: 7-75; Helge Toldberg 1966; Jón Viðar Jónsson 2000: 6-7.

Lýsigögn
×

Lýsigögn