Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 759 4to

Samtíningur ; Ísland, 1770

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-8v)
Tyrkjarán á Austfjörðum
Titill í handriti

Historia um þau Sorgarlegu tíðindi sem skeðu í Vestmannaeyjum frá þeim 27 degi júlí til þess 29 ...

Athugasemd

Annáll Kláusar Eyjólfssonar.

2 (8v-30v)
Reisubók séra Ólafs Egilssonar
Titill í handriti

Reisubók Sal. Sr. Ólafs Egilssonar ...

Efnisorð
3 (30v-32v)
Tyrkjarán á Austfjörðum
Titill í handriti

Lítill annáll um Tyrkjans herhlaup á Íslandi 1627

4 (32v-44v)
Vitranir og furðulegir draumar
Titill í handriti

Vitranir og furðulegir draumar sem fyre nokkrar persónur borið hefur

Athugasemd

Vitranir og draumar síra Magnúsar Péturssonar 1628, Hávarðs Loptssonar í Ásgarði 1628, Þóru Helgadóttur undir Eyjafjöllum 1628, Ólafs Oddssonar 1627, konu einnar á Akranesi 1627 og Gísla Þórðarsonar í Ytri-Skógum 1627.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
43 blöð (190 mm x 143 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd:

Óþekktur skrifari.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1770
Ferill
Lbs. 759-61, 4to., gefið safninu af Andrési Fjelsted á Hvítárvöllum, 1895. Á 1. bl. þessa hdr. stendr: »Bok þessa a Oddur Sigurdsson a Langafosse«

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. bindi, bls. 341-342.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir bætti við skráninguna 29. mars 2022 ; Bragi Þorgrímur Ólafsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 27. október 2009.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn