Skráningarfærsla handrits

JS 49 8vo

Rímur og kvæði ; Ísland, 1784

Tungumál textans
íslenska

Innihald

3
Þriðja bók Makkabea
Titill í handriti

Þriðja bók Macchabæorum.

Ábyrgð

Þýðandi : Oddur Stefánsson

Athugasemd

Útlögð úr latínu af séra Oddi Stefánssyni… 1595 og uppskrifuð sama ár á pappír af séra Stefáni Gíslasyni í Odda. Og eftir hans hendi síðan á ný uppskrifuð af Snæbirni Pálssyni á Mýrum við Dýrafjörð… 1712. En nú síðast yfirskoðuð … á Hrafnseyri 1781 (af séra Jóni Bjarnasyni). Loksins útskrifað árið 1784.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
401 blaðsíða (151 mm x 98 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Markús Eyjólfsson.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1784.
Ferill

Handritið hefur verið í eigu séra Engilberts Þórðarsonar í Þingmúla.

Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Guðný Hrafnkelsdóttir frumskráði, 18. júní 2010 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2010.
Lýsigögn
×

Lýsigögn