Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 401 IV 4to

Kvæði Hallgríms Jónssonar Thorlacius ; Danmörk, 1830-1880

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-3v)
Biðils kveinstafur
Upphaf

Með biðilinn gekk mér betur varla en Hróa ...

Ábyrgð
Athugasemd

Seðill með upphafslínum að kvæði Hallgríms og vísun Jóns Sigurðssonar í hvar það er að finna.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
3 blöð (174 mm x 106 mm). Auð blöð: 1v, 2v og 3.
Skrifarar og skrift
Ein hönd; Skrifari:

Jón Sigurðsson, sprettskrift, eiginhandarrit.

Band

Safn lausra blaða og miða.

Uppruni og ferill

Uppruni
Danmörk, Kaupmannahöfn 1830-1880.
Ferill
JS 401 4to hafði að geyma samtíning Jóns Sigurðssonar um ýmsa menn og var því skipt upp í einingar eftir nöfnum þessara manna. Í JS 401 4to voru 463 blöð.
Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 9. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir frumskráði, 18. febrúar 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Lýsigögn
×

Lýsigögn