Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 99 4to

Rithöfundatal á Íslandi ; Danmörk, 1850-1860

Titilsíða

Nokkurra skálda og rithöfunda eður fræðimanna tal á Íslandi frá DCCCCX til MDCCCXX saman ritið í auka-hjáverkum að Starrastöðum 1820-1824. Umskrifað og aukið 1836 og á ný lagfært 1838.1r

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-219v)
Rithöfundatal á Íslandi
Vensl

Frumrit höfundar eru í: Lbs 546 4to og Lbs 546 4to.

2 (220r-227v)
Yfirlit yfir íslendingasögur
Titill í handriti

Íslendingasögur.

3 (228r-233r)
Yfirlit yfir íslendingasögur
Titill í handriti

Ýmislegar sögur, flestar mér ókendar, nema að nafninu einu.

4 (234r-236r)
Yfirlit yfir helgra manna sögur
Titill í handriti

Helgra manna sögur.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
iii + 236 + xi blað (231 mm x 181 mm). Auð blöð: 3, 97 og flestar versó síður.
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking 2-215 (4r-218r).

Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 40-210 mm x 124-136 mm. Auð blaðrönd utan leturflatar

Aðeins skrifað á rektósíður nema 2, 3, 25, 50, 96, 97, 158, 220-232 og 234.
Skrifarar og skrift
Ein hönd; Skrifari:

Jón Sigurðsson, sprettskrift.

Skreytingar

Skreyttir upphafsstafir á 25r og 26r.

Band

Pappakápa með skinn á kili og hornum. Gylling og rauður litur á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni
Danmörk, Kaupmannahöfn 1850-1860.
Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir leiðrétti skráningu fyrir myndvinnslu, 24. júní 2010 Sigríður Hjördís Jörundsdóttir frumskráði, 12. mars 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Lýsigögn
×

Lýsigögn