Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 162 fol.

Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal ; Ísland, 1780-1783

Titilsíða

Líf-sögur biskupanna sem verið hafa á Hólum. Fyrst þeirra pápísku frá 1106 til 1550, síðan þeirra evangelísku frá 1552 til 17. Samanskrifaðar af sál. sr. Jóni Halldórssyni eldra. Innfestar af H.Þs. 1783.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-193v)
Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal
Titill í handriti

Líf-sögur biskupanna sem verið hafa á Hólum. Fyrst þeirra pápísku frá 1106 til 1550, síðan þeirra evangelísku frá 1552 til 1711. Samanskrifaðar af sál. sr. Jóni Halldórssyni eldra. Innfestar af H. Þs. 1783

1.1 (2r-3r)
Fyrst um pápísku biskupana sem verið hafa á Hólum frá anno 1106 til annum 1550
Athugasemd

Formáli

1.2 (3v)
Hólabiskupa röð eða registur
1.3 (4r-146r)
Fyrsti Hólabiskup, Jón Ögmundsson
Athugasemd

um kaþólsku biskupana

Efnisorð
1.4 (146r-193v)
Eftir fylgir nokkurt ágrip af ævi evangelísku biskupanna sem verið hafa á Hólum frá anno 1550 fram til annum 1720
Athugasemd

Um lútersku biskupana

Aftan við er athugasemd um Stein biskup

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
i + 193 + i blöð (315 mm x 200 mm)
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking 1-181 (2r-92r)

Umbrot
Griporð (4r-32r)
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

H[jálmar] Þ[orsteins]s[on Tröllatungu]

Skreytingar

Litmynd af skjaldarmerki, litir rauður, brúnn, gulur, grænn: 1v (á miðju blaði)

Litskreytt titilsíða, litir rauður, grænn, gulur, blár og brúnn: 1r

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremra spjaldblað er bréf

Aftara spjaldblað og saurblað eru blöð úr prentaðri guðrækilegri bók á latínu

Fremra saurblað er blað úr prentaðri hollenskri bíblíu

Band

Skinnband, þrykkt og með upphleyptum kili

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1780?]-1783
Ferill

Úr safni Jóns Árnasonar bókavarðar

B[jörn] Hjálmarsson fékk handritið að gjöf frá föður sínum 24. apríl 1806 (1r1r)

Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 7. nóvember 2009 ; Handritaskrá, 2. b. ; Sagnanet 8. júní 1999
Viðgerðarsaga

Athugað 1999

gömul viðgerð

Lýsigögn
×

Lýsigögn