Skráningarfærsla handrits

ÍB 74 8vo

Kvæðasafn síra Þorláks Þórarinssonar ; Ísland, 1770

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Kvæðasafn síra Þorláks Þórarinssonar

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
142 blaðsíður (165 mm x 105 mm).
Skrifarar og skrift
Tvær hendur ; Skrifarar:

Óþekktur skrifari.

Óþekktur skrifari.

Band

Skinnheft.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland um 1770.
Ferill

Handritið hefur verið í eigu ættmenna, Dómhildar Þorsteinsdóttur, konu Ólafs Briems á Grund. Nöfn Dómhildar Eiríksdóttur og Helgu Þorsteinsdóttur, langömmu og ömmu Dómhildar, eru í handritinu.

Skjólblað er sendibréf (1774) frá Kristínu Þorsteinsdóttur í Kristnesi.

Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir yfirfór skráningu, 5. júlí 2012 ; Íris Alda Ísleifsdóttir frumskráði, 25. júlí 2011 ; Handritaskrá, 3. b. ; Átaksverkefni 2011.

Notaskrá

Titill: Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Árnason, Ólafur Davíðsson
Lýsigögn
×

Lýsigögn