Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 116 IV 8vo

Víglundar saga og Ketilríðar ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-22v)
Víglundar saga og Ketilríðar
Titill í handriti

Víglundar saga

Upphaf

Haraldur hinn hárfagri …

Niðurlag

… að þessara manna athöfnum.

Baktitill

... Og lýkur hér sögu Víglundar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Dárahöfuð með fimm(?) bjöllum á kraga (bl. 2, 3, 6, 7, 10, 11, 14, 15, 18, 19 ).

Blaðfjöldi
22 blöð (165-167 mm x 100-107 mm).
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með fjólubláum lit (á miðri neðri spássíu) 1-22.
  • Merking með rauðu bleki 93 er efst í hægra horni á blaði 1r.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: blöð 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-18 (17+18), 1 tvinn.
  • Kver IV: blöð 19-22 (19+22, 20+21), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-145 mm x 90 mm.
  • Línufjöldi er ca 25-29.
  • Griporð eru víða (sbr. t.d. blað 8v-9r).
  • Kaflatal i-xxv.

Ástand

  • Texti sést sums staðar í gegn (sjá t.d. blöð 4r-5v).
  • Blöð eru sums staðar blettótt (sjá t.d. blöð 1r og blöð 19v-20v).

Skrifarar og skrift

  • Með einni hendi. Fljótaskrift.

Skreytingar

Fyrsti upphafsstafur kafla oft dreginn aðeins hærri en meginmál.

Fyrirsagnir oft dregnar aðeins hærri og með kansellískrift.

Band

Band (172 mm x 120 mm x 6 mm) er frá 1965-1968.

Kver eru saumuð á móttök; utan um kverin er kápa úr sýrufríum pappa.

Handritið er í brúnni strigaklæddri öskju ásamt AM 116-I, -II, -III, -V 8vo.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog II, bls. 400.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. maí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði vatnsmerki með gögnum frá BS, 13. mars 2024.
  • VH endurskráði handritið15. september 2009; lagfærði í nóvember 2010,
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 1. febrúar 1890. Katalog I, bls. 400 (nr. 2321).
Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1965-1968.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn