Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 113 8vo

Laxdæla saga ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-144r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Laxdælinga saga

Upphaf

Ketill flatnefur hét maður …

Niðurlag

… Þorkell var hið mesta nytmenni og manna fróðastur um marga hluti og lýkur þar nú sögunni.

Athugasemd

Sagan er hér án Bolla þáttar (Z-flokkur; í Y-flokki er Bolla þætti bætt við (sbr. Einar Ólafur Sveinsson 1934; lxxvi-lxxix).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 144 + i blöð (155 mm x 98 mm). Blað 144v er autt.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með penna 1-144 (hægra horn, efst).

Kveraskipan

Átján kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 89-96, 4 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 97-104, 4 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 105-112, 4 tvinn.
  • Kver XV: blöð 113-120, 4 tvinn.
  • Kver XVI: blöð 121-123, 4 tvinn.
  • Kver XVII: blöð 124-136, 4 tvinn.
  • Kver XVIII: blöð 137-144, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 135-145 mm x 85-90 mm
  • Línufjöldi er ca 22-26.
  • Griporð (sbr. t.d. blöð 34v-35v). Orð í stöðu griporða gegna þó ekki alltaf því hlutverki, sbr. t.d. neðst á blöðum 37 og 39.

Ástand

  • Á stöku stað hefur skorist ofan af stöfum í efstu línu (sjá t.d. blöð 104v-108v) vegna afskurðar blaða og efri spássía er í flestum tilfellum mjög mjó (sjá t.d. blöð 65r-72v).
  • Blöð eru víða blettótt og skítug (sjá t.d. blöð 1r-5r og blöð 138r-144v).
  • Letur er sumstaðar máð (sjá t.d. blað 1r og blöð 120v-121r).

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á blaði 144r stendur: Þessi saga er úr Borgarfirði frá Grund í Skorradal, 1686, Gísli [. … ……]

Band

Band (175 mm x 128 mm x 33 mm) er frá nóvember 1975.

Spjöld eru klædd fíngerðum striga, grófari strigi er á hornum og kili. Saumað á móttök.

Handritið liggur í brúnni strigaklæddri öskju ásamt eldra bandi.

  • Leifar af skrift á bókfelli í eldra bandi.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (153 mm x 88 mm) með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna og feril: Þessa Laxdælu fékk ég til láns af Bjarna Sigurðssyni á Heynesi, segir hann á henni vera hönd Jóns Árnasonar (lögmanns). Um haustið 1710 sagði séra Gísli í Skálholti mér að faðir sinn ætlaði ekki til að ég henni skildi aftur skila, heldur mætti ég henni bíhalda..
  • Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 398.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið að láni hjá Bjarna Sigurðssyni á Heynesi en árið 1710 gaf Bjarni honum það, samkvæmt skilaboðum frá sr. Gísla, syni Bjarna (sjá seðil). Nafn Gísla á Grund í Skorradal kemur fyrir í handritinu ásamt ártalinu 1686.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH endurskráði 11. september 2009; lagfærði í nóvember 2010

ÞS skráði 4. febrúar 2002,

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 30. janúar 1890. Katalog I , bls. 398 (nr. 2318).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1975. Eldra band liggur í öskju með handritinu.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Laxdæla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 19
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Laxdæla saga

Lýsigögn