Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 967 4to

Jóns þáttur biskups Halldórssonar ; Íslandi, 29. október 1751

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

1 (1r-6r)
Jóns þáttur biskups Halldórssonar
Titill í handriti

Söguþáttur af herra Jóni Halldórssyni, þeim þrettánda biskupi í Skálholti, vígðist til biskups 1322.

Upphaf

Nú skal nefna virðuglegan herramann er hét herra Jón Halldórsson …

Niðurlag

… og höfum vér ekki heyrt þennan söguþátt lengri. Deyði anno 1338.

Efnisorð
1.1 (1r-6v)
Eftirmáli I
Upphaf

Þrettándi biskup Jón Indriðason, hann deyði anno 1340 …

Niðurlag

… því hefur sá eldur snemma upp komið en hvönær skeði, veit eg ekki datum (segir author).

Athugasemd

Við niðurlag þáttarins um Jón biskup skiptir um skrift og blek er dekkra á þessum hluta

Efnisorð
1.2 (6r-6v)
Eftirmáli II
Upphaf

Hér ætti að skrifast af þeim áðurnefndum biskupum er ei er frá sagt …

Niðurlag

… En mjög sýnist mér stíll á þessum þætti líkur stíl Brands biskups er á Stjórn, hver biskup þó var miklu áður á tímum.

Skrifaraklausa

Testor, Hólum í Hjaltadal, þann 29. octobris, 1751. G. Pálsson.

Athugasemd

Hér skiptir aftur um skrift og blekið er ljósara.

  • Á neðri spássíu blaðsins er athugagrein á latínu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 6 + i blöð (204-206 mm x 160-163 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt er með blýanti 1-6.

Kveraskipan

Eitt kver.

  • Kver I: blöð 1-6; 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 185-190 mm x 145-150 mm.
  • Línufjöldi er ca 30.
  • Griporð (sbr. t.d. á blöðum 2v-3r).

Ástand

  • Blöð eru blettótt og skítug (sjá t.d. blöð 1r-2r).
  • Á öllum blöðunum er blettur fyrir miðju tvinni sem smitast hefur í gegn um allt handritið.

Skrifarar og skrift

Band

Band (214 null x 187 null x 9 null) frá 1983. Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á hornum og á kili. Kver er saumað á móttak.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari helmings 18. aldar í  Katalog II , bls. 281, en samkvæmt skrifaraklausu á blaði 6v hefur handritið verið skrifað þann 29. október 1751, en skrifarinn lést 1791.

Ferill

Handritið er komið frá Gísla Brynjúlfssyni 1886 en Gísli Konráðsson hafði sent það til Hafnar 1850.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. júní 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 4. júní 2009; lagfærði í janúar 2011. ÞS skráði 12. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. september 1909. Katalog II , bls. 281 (nr. 2099).

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall batt 1983. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Biskupa sögur III,
Ritstjóri / Útgefandi: Guðrún Ása Grímsdóttir
Umfang: 17
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn