Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 939 4to

Grettis saga ásamt tveimur vísum um Kjartan og Bolla ; Ísland

Titilsíða

Grettla

Innihald

1
Tvær vísur um Kjartan og Bolla
Athugasemd

Á seðli sem staðsettur er á milli annars saurblaðs og síðari seðils eru tvær vísur um Kjartan og Bolla.

Efnisorð
1.1
Enginn titill
Upphaf

Vitri kóngur Kjartan…

1.2
Enginn titill
Upphaf

Brellinn virtist Bolli…

2 (1r-79v (bls. 1-157))
Grettis saga
Titill í handriti

Saga af Gretti Ásmundssyni

Upphaf

Ásmundur hét maður og var kallaður hærulangur …

Niðurlag

… og ljúkum vér svo sögu Grettis Ásmundssonar.

Athugasemd

Sagan er án Önundar þáttar tréfóts.

Tungumál textans
íslenska

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 80 blöð (206 mm x 162 mm). Blöð 79v-80v eru auð.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking 1-157; upprunaleg merking er til og með bls. 49. Eftir bls. 49 eru númer skrifuð með blýanti og einungis á rektó-hlið blaða, sbr. 51, 53, 55 …157; bls. 159 er ómerkt.

Kveraskipan

Tíu kver.

  • Kver I: blöð 1-8; 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16; 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24; 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32; 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40; 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48; 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56; 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64; 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72; 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73-80; 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca (157-160 mm x 120-125 mm).
  • Línufjöldi er ca 27-28.
  • Leturflötur er víða afmarkaður línum dregnum með þurroddi.
  • Kaflaskipting: I-LXII; kaflanúmer LIII er tvítekið en númer LIV vantar (sjá blöð 64v, 66v og 67v).

Skrifarar og skrift

  • Skrifari er óþekktur, fljótaskrift.

Skreytingar

  • Á fremra saurblaði stendur með látlausum skrautstöfum Grettla.

  • Fyrirsögn á blaði 1r er með pennaflúruðum stöfum; fyrsta lína í kafla er yfirleitt með stærra og settara letri en letur í megintexta (sjá t.d. blað 3v og 9r).

Band

Gamalt pappaband (212 null x 171 null x 13 null).

Það er fest með skinnþvengjum; endurbundið í júní 1984. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Tveir seðlar fylgja handritinu:

  • Á fyrri seðli sem staðsettur er á milli annars saurblaðs (160 mm x 99 mm) og síðari seðils eru tvær vísur um Kjartan og Bolla (sjá efni 1.1 og 1.2).
  • Á síðari seðli (101 mm x 146 mm) fremst eru athugasemdir um samanburð afskriftarinnar við annað handrit, dagsett í Skálholti 18-31. ágúst 1730Nota. Þetta exemplar af Grettis sögu á að lesast saman við eitt fide dignus Apographum en það er það er það virðist vera skrifað eftir; er þessi seðill festur framan við bókina til minnis þar um, item að sé ekki metera (?) inter conferendum sem með vilja hefur hér og þar verið bókstafað ad imitationem veterum, e.g. þar t stendur fyrir d. eitt r eftir consonam pro hodierno sed pravo ur; engi pro aungvir og svo framvegis. Helst er aðgætandi hvar orð kann að vanta, og allra helst hvar vísuorð þarf að leiðrétta. Skálholti, 17.-31. Aug. 1730. [Með bláu bleki] Þar sem þetta merki // er á spássíunni er það teikn til að eitthvað er misskrifað [var?] vantar í þeirri línu sem það stendur hjá, ellegar þar er greinir um. En við [000000000] það merkir málshátt [000]ega málsgrein eður fornyrðir er vanalegt (?) .

Aftast í handriti er innskotsblað:

  • Á blaðinu er tafla hugsanlega úr prentuðu riti með upplýsingum á latínu. Blaðið er ekki heilt og texti þess hefur skerst vegna afskurðar við hægri jaðar; sömuleiðis vantar ofan af blaðinu.

Laus miði með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til upphafs 18. aldar í  Katalog II, bls. 270.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. júlí 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 8. júní 2009; lagfærði í janúar 2011.

 ÞS skráði 8. nóvember 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. ágúst 1909. Katalog II , bls. 270 (nr. 2071).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í gamla bandið í Kaupmannahöfn í júní 1984.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn