Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 750 4to

Edda ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-60v)
Edda
Athugasemd

Í þessu handriti er texti allrar Laufás-Eddu, runninn frá báðum gerðum hennar og útgáfu Resens 1665 ( Faulkes 1979:117-118 ).

Uppskrift eftir þessu handriti er í AM 751 4to (sbr. seðil meðfylgjandi því handriti).

1.1 (1r-36v)
Fyrsti partur Eddu; formáli Magnúsar Ólafssonar, prologus Snorra Sturlusonar, Gylfaginning
1.1.1
Formáli
Efnisorð
1.1.1.1 (1r)
Formáli
Titill í handriti

Fyrsti kapituli: Hvað Edda sé

Upphaf

Edda er íþrótt …

Niðurlag

… því Edda dregst af orði lantínsku, edo, eg yrki eður dikta.

Efnisorð
1.1.2 (1r)
2. kapituli
Titill í handriti

2. kapituli

Upphaf

Partar Eddu …

Niðurlag

… með þeim formála sem eftir kemur.

Efnisorð
1.1.3 (1r-5r)
Prologus
Titill í handriti

3. kapituli

Upphaf

Almáttugur Guð skapaði himinn og jörð …

Niðurlag

… er hún lét draga út og austur á hafið.

Efnisorð
1.1.4 (5r-36v)
Gylfaginning
Titill í handriti

2. kapituli

Upphaf

Gylfi var maður vitur og fjölkunnugur …

Niðurlag

… sem læra má í hinum seinna parti þessarar bókar.

Athugasemd

Fyrsti partur Eddu er 71 kafli. Á eftir formálanum koma kaflar 2-71. Kafli 60 kemur á undan köflum 57-59.

1.1.5 (36v)
Sólarljóð
Upphaf

Fé og fjörvi/ rændi fyrða kind …

Niðurlag

… fyr einni konu / hún var þeim.

Athugasemd

Aftan við niðurlag fyrsta hluta Eddu, á blaði 36v er strikað yfir upphaf Sólarljóða. Yfir textann var límdur blaðbútur (36bis) sem nú hefur verið losaður frá. Þar aftan við hefst Annar partur Eddu.

1.2 (37r-60v)
Annar partur Eddu; Skáldskaparmál, Háttatal
Titill í handriti

Annar partur Eddu

Upphaf

Í hinum fyrsta partinum voru ritaðar þær frásögur …

1.2.1 (37r-56r)
Skáldskaparmál
Titill í handriti

Nöfn ásanna

Upphaf

1.Yggur, 2. Þór, 3. Yngvi …

Niðurlag

… lyng og eng sævar.

1.2.2 (56r-60v)
Háttatal
Titill í handriti

Hér eftir skrifast bragarhættir

Upphaf

Hvað er setning háttanna …

Niðurlag

… hnigu margir.

Athugasemd

Í Katalog II 1889:176 (nr. 1866) segir Kålund að blað 60 sé óskrifað blað sem á hafi verið límdir blaðbútar; annars vegar hefur blaðbútur með sex síðustu línum Háttatals verið límdur á rektó-hlið blaðsins; aftan á honum eru einnig sex skrifaðar línur. Samkvæmt síðari blaðmerkingu telst búturinn blað 60 og auða blaðið telst 60bis. Blaðbúturinn á versó-hliðinni telst seðill (sjá Fylgigögn).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 62 + i blöð (210 mm x 163 mm), þar með eru talin blöð 36 bis og 60 bis. Blöð 36bis og 60bis eru auð.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er 1-60 með fjólubláum lit efst í hægra horn á rektó-hlið blaða. Þetta blaðtal er rangt þar sem blað 10 vantar í blaðtal þetta er leiðrétt þannig að rétt blaðtal er skrifað ofan í það eldra með blýanti.
  • Önnur blaðmerking 1-60 er með blýanti, fyrir miðju á neðri spássíu; inn í þessu blaðtali eru blöð 36bis og 60bis.

Kveraskipan

Tíu kver.

  • Kver I: blöð 1-4; 2 tvinn.
  • Kver II: blöð 5-7; 1 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver III: blöð 8-15; 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 16-23; 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 24-30; 3 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver VI: blöð 31-34; 2 tvinn.
  • Kver VII: blöð 35-36bis; 1 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver VIII: blöð 37-44; 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 45-53; 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 54-60bis; 4 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 170-180 null x 135-140 null.
  • Línufjöldi er ca 28-29.
  • Griporð (sjá t.d. blöð 31v-32r).
  • Fyrirsagnir og kaflatal eru í fyrri hlutanum (sjá t.d. blöð 30v-31r). Ónúmeraðar kaflafyrirsagnir eru í seinni hlutanum (sbr. blöð 44r-45v).

Ástand

  • Leturflötur blaða 5r og áfram hefur dekkst vegna bleksmitunar; það kemur þó ekki niður á læsileika handrits.
  • Blekblettur er á blaði 53r.

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Auðum blöðum hefur verið bætt við handritið á tveimur stöðum; á eftir fyrri hluta er blað 36bis en það var límt yfir upphaf Sólarljóða; aftast í handritinu er blað 60bis, á rektó-hlið þess voru límdar sex síðustu línur Háttatals.

Band

Band (218 null x 195 null x 23 null) er frá 1973.

Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á kili og hornum.

Ný saurblöð; eitt hvoru megin.

Kver eru saumuð á móttök.

Handritið liggur í brúnni strigaklæddri öskju ásamt eldra bandi.

Á kjölinn er prentað með gylltum stöfum, safnmark og númer handrits í handritaskrá.

Eldra band (219 null x 170 null x 12 null) er frá árunum 1772-1780.

Pappaspjöld eru klædd handunnum pappír. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

Alls eru fjórir fastir seðlar og einn laus. Tveir fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar eru á milli fremra saurblaðs og blaðs 1r:

  • Fastur seðill (151 mm x 107 mm) með upplýsingum um skrifara Þessa Snorra-Eddu skrifaði Jón Snorrason prentari, þá á Hólum var, eftir tveimur kverum ómerkilegum en eigi áttu þau kver heima þar á Hólum. Relatio ipsis..
  • Fastur seðill (79 mm x 76 mm) með upplýsingum um aðföng Fengið af Þóru á Setbergi. Er mikinn part med hendi sr. Þorleifs Claussonar..
  • Fastur seðill ( 184 )Snorra-Edda komin í mína eign frá Þóru á Setbergi.
Einn seðill sem að hluta til er með rithönd Árna, er festur á blað 60bisv:
  • Á þeim seðli (68 mm x 107 mm) eru upplýsingar um eignarhald handritsins Þessi bók tilheyrir Jóni Snorrasyni í Miklaholti. Nú 1711 er hún mín Arna MS..
  • Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi af Jóni Snorrasyni prentara, þegar hann var á Hólum, eftir tveimur lösnum pappírskverum sem honum var sagt að væru í eigu Páls Pálssonar, sem þá var á Stórahóli (sbr. seðil við AM 751 4to). Handritið er tímasett til síðari hluta 17. aldar ( Katalog (II) 1889:176 ).

Ferill

Handritið hefur verið í eigu skrifarans, Jóns Snorrasonar, en Árni Magnússon hefur fengið það árið 1711 (sbr. seðil)

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. maí 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 6. júlí 2009; lagfærði í janúar 2011.

DKÞ skráði handritið 20. nóvember 2003.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar  22. nóvember 1888. Katalog II; , bls.176 (nr. 1866).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í ágúst 1973.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keypt af Arne Mann Nielsen í apríl 1972 (askja 86b).

Notaskrá

Höfundur: Haukur Þorgeirsson, Teresa Dröfn Njarðvík
Titill: The Last Eddas on vellum, Scripta Islandica
Umfang: 68
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn