Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 696 XV 4to

Hugsvinnsmál ; Ísland, 1490-1510

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-v)
Hugsvinnsmál
Upphaf

…  þú fylg en gakk illu frá …

Niðurlag

… sæll er sá er sínu unir …

Athugasemd

Brot.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
1 blað (128 mm x 83 mm).
Tölusetning blaða
Blaðið er ótölusett.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 112 mm x 78 mm.
  • Línufjöldi er 30.
  • Athuga þó að skorið hefur verið af texta og upprunalegur leturflötur hefur því verið stærri og línur fleiri.

Ástand

  • Texti er skertur að ofan og á ytri kanti vegna afskurðar.
  • Nokkuð notkunarnúið á 1r og nokkur orð ólæsileg.

Skrifarar og skrift

  • Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Band

Band frá 1961 (225 mm x 178 mm x 2 mm). Límt og saumað á móttök í pappakápu með fínofnum líndúk á kili. Handritið liggur í pappaöskju ásamt öðrum AM 696 4to-handritum.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu allra brotanna í AM 696 4to liggur í öskju með þeim.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1500 í  Katalog II , bls. 113.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. desember 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS jók við 14. september 2009 og síðar. VH skráði handritið 14. ágúst 2009; lagfærði í janúar 2011. DKÞ færði inn grunnupplýsingar 23. september 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar12. september 1888 (sjá Katalog II , 113 (nr. 1741).

Viðgerðarsaga

Viðgert og sett í sér kápu í Kaupmannahöfn 1961.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Hugsvinnsmál

Lýsigögn